fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Pressan
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 03:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska ríkisstjórnin telur að OnlyFans, sem er vinsæll vettvangur til sölu á klámi, sé eitthvað sem eigi að leggja að jöfnu við vændi. Það er bannað með lögum að kaupa vændi í Svíþjóð og ef OnlyFans verður lagt að jöfnu við vændi, þá þýðir það um leið að það verður refsivert að kaupa sér aðgang að efni á OnlyFans.

Ríkisstjórnin íhugar nú að leggja fram lagafrumvarp um að frá og með næsta sumri verði það að greiða fyrir klám á Internetinu refsivert. Brot á lögunum gæti þýtt fangelsisvist eða sektir.

„Það færist í vöxt að boðið sé upp á kynlífstengdar athafnir, gegn greiðslu, á Internetinu og lögreglan segir að vettvangur á borð við OnlyFans verði til þess að börn og ungmenni leiðist út í vændi,“ segir ríkisstjórnin meðal annars að sögn Danska ríkisútvarpsins.

Samtök, sem aðstoða konur við að losna úr viðjum vændis og mansals, hafa hrósað tillögunni en það sama er ekki að segja um þá sem selja efni á OnlyFans.

„Mér brá mjög mikið og hafði miklar áhyggjur í upphafi. Það er eins og stjórnmálamennirnir skilji ekki alveg hvað við erum að vinna við. Mörg okkar eru sjálfstæðir atvinnurekendur, öruggt og löglegt. Þessi tillaga getur haft mikil áhrif á þá sem hafa sagt skilið við hinn hefðbundna kynlífsiðnað til að vinna í öruggara umhverfi,“ sagði Sanne Zentio, sem selur efni á OnlyFans, í samtali við TV4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum