fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Pressan

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Pressan
Mánudaginn 7. apríl 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrjú mál á stuttum tíma vekja hjá mér áhyggjur,“ segir dr. Tom Boo, sérfræðingur í lýðheilsufræðum í Mono-sýslu í Kaliforníu, í samtali við NBC News.

Síðan í byrjun febrúar hafa þrír íbúar í bænum Mammoth Lakes í sýslunni dáið eftir að hafa smitast af hantaveirunni. Þessi sama veira er talin hafa dregið Betsy Arakawa, eiginkonu leikarans Gene Hackman, til dauða í febrúarmánuði. Sem kunnugt er lést Hackman nokkrum dögum síðar en þó ekki úr þessari tilteknu veiru.

Hantaveiran getur borist í mannfólk úr nagdýrum eins og til dæmis músum, en sjúkdómurinn er þó sagður sjaldgæfur. Hann getur borist í fólk úr þvagi og saur nagdýra en einnig ef fólk er bitið.

Á Vísindavefnum kemur fram að einkenni sjúkdómsins í mönnum séu hiti, blóðþrýstingsfall og nýrnabilun. Flestir sjúklinga fá roðamyndun í andliti og einkum á hálsi. Þeir sem veikjast mest fá útbreidda marbletti vegna húðblæðinga og blóðhlaupin augu. Nýrnabilunin er þó alvarlegust og getur hún leitt til dauða. Dánartíðnin er um 5-10%.

Tom Boo bendir á að sjúkdómurinn sé yfirleitt algengastur á sumrin og það að þrjú andlát verði á skömmum tíma á þessum árstíma sé áhyggjuefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum