fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Pressan

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Pressan
Mánudaginn 7. apríl 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newton-Wellesley sjúkrahúsið í Boston í Bandaríkjunum stendur nú frammi fyrir ráðgátu eftir að fimm hjúkrunarfræðingar, sem allir starfa á fæðingardeild sjúkrahússins á 5. hæð, greindust með heilaæxli.

Allir starfsmennirnir eru með góðkynja æxli, þar af tveir með svokallað himnuæxli. Þá hafa sex aðrir starfsmenn af sömu hæð greinst með önnur, ótilgreind heilsufarsvandamál.

Í frétt NBC News kemur fram að forsvarsmenn sjúkrahússins hafi rannsakað málið ítarlega og ýmsum tilgátum verið varpað fram. Þannig hefur verið skoðað hvort orsökin sé hugsanlega geislun frá röntgentækjum eða einnota andlitsgrímur sem hjúkrunarfræðingar nota.

Þá hefur verið skoðað hvort eitthvað í umhverfinu skýri veikindin, til dæmis notkun á skordýraeitri og hreinsiefnum á sjúkrahúsinu. Ekkert hefur enn fundist sem varpað getur ljósi á málið og segjast stjórnendur sjúkrahússins þess fullvissir að orsökina sé ekki að finna innan veggja spítalans.

„Við getum fullvissað okkar frábæra starfsfólk … og alla sjúklinga okkar um að engin umhverfisáhætta sé til staðar í okkar húsnæði,“ segir í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu sem bandarískir fjölmiðlar vitna til.

Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga í Massachusetts gagnrýnir aftur á móti að rannsókn sjúkrahússins hafi ekki verið fullnægjandi. Hefur félagið sagt að það ætli að framkvæma eigin rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum