fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Þessi störf auka hármissi

Pressan
Laugardaginn 5. apríl 2025 15:30

Ætli starfið hafi valdið hármissi Jeff Bezos?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vinna of mikið er slæmt fyrir taugarnar og andlegu hliðina og svo virðist sem það sé einnig slæmt fyrir hárið.

Í nýrri rannsókn, sem var gerð af Elithair, kom fram að sífellt fleiri missa hárið af völdum stress. Sum störf valda meira stressi en önnur og þar með meiri hármissi. Vinnan okkar getur því í bókstaflegri merkingu valdið hármissi.

Það er ekki ný uppgötvun að stress og hármissir tengist en tengslin verða sífellt greinilegri vegna þeirra aðstæðna sem margir búa við á vinnumarkaði nútímans. Of mikið álag, langir vinnudagar, atvinnuöryggi er ekki gott, allt þetta getur valdið krónísku stressi sem hefur áhrif á líkamann, þar á meðal hársvörðinn.

Mikið stress örvar framleiðslu kortísón, sem er stresshormónið. Ef of mikið er af þessu hormóni, þá truflar það hárvöxtinn og ýtir fólki of snemma inn í það tímabil þar sem hármissir hefst. Venjulega stendur vaxtatímabil hárs yfir árum saman, síðan fer það af náttúrulegum orsökum inn í hvíldartímabil og þar næst byrjar það að detta af fólki. Stress hraðar þessu ferli og hárið fer of snemma inn í hármissistímabilið.

Þau störf sem hafa mest áhrif á þetta eru, miðað við rannsókn Eltihair, í hótel- og veitingageiranum. Ástæðan er óreglulegur vinnutími, mikill hraði í vinnunni, pressa um að gera krefjandi viðskiptavini ánægða. Sem sagt eldfimur kokteill fyrir taugarnar og hársvörðinn.

Næst koma störf í farþega- og vöruflutningum.

Í þriðja sæti eru störf hjá því opinbera

Í fjórða sæti eru störf í fasteignageiranum og í fimmta sæti eru störf í heilbrigðisgeiranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra