The Independent segir að embætti hafi nýlega tilkynnt að Christina Kohler, lögreglukona, hafi tekið eigið líf. Hún var 37 ára og hafði starfað hjá embættinu síðan 2018. Tilkynnt var að hún væri horfin og fannst lík hennar 13. mars.
Þrír fyrrum lögreglumenn tóku eigið líf á síðustu sex vikum.
Jose Lopez, formaður lögreglufélags Harris County, sagði að hann og vinnufélagar hans væru enn að reyna að átta sig á þessu. „Þetta kom mörgum okkar á óvart. Einn er of mikið. Tveir? Þrír? Já, þetta er svo sannarlega hörmulegt,“ sagði hann að sögn The Mirror.
The Mirror hefur eftir Douglas Griffith, formanni stéttarfélags lögreglumanna í Houston, að lögreglumenn séu í 54% meiri hættu á að fremja sjálfsvíg en aðrir.
Lögreglan í Harris County segir að lögreglumenn þar hafi aðgang að sérfræðingum til að fá andlegan stuðning.
Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.