fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Pressan
Laugardaginn 5. apríl 2025 18:30

Long Nguyen, Christina Kohler, Maria Vasquez og William Bozeman tóku öll líf sitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu sex vikum hafa fjórir starfandi og fyrrverandi lögreglumenn hjá Harris County Sheriff‘s Office í Texas tekið eigið líf. Þetta hefur að vonum haft mikil áhrif á samstarfsfólkið sem situr eftir og spyr sig af hverju fólkið tók eigið líf.

The Independent segir að embætti hafi nýlega tilkynnt að Christina Kohler, lögreglukona, hafi tekið eigið líf. Hún var 37 ára og hafði starfað hjá embættinu síðan 2018. Tilkynnt var að hún væri horfin og fannst lík hennar 13. mars.

Þrír fyrrum lögreglumenn tóku eigið líf á síðustu sex vikum.

Jose Lopez, formaður lögreglufélags Harris County, sagði að hann og vinnufélagar hans væru enn að reyna að átta sig á þessu. „Þetta kom mörgum okkar á óvart. Einn er of mikið. Tveir? Þrír? Já, þetta er svo sannarlega hörmulegt,“ sagði hann að sögn The Mirror.

The Mirror hefur eftir Douglas Griffith, formanni stéttarfélags lögreglumanna í Houston, að lögreglumenn séu í 54% meiri hættu á að fremja sjálfsvíg en aðrir.

Lögreglan í Harris County segir að lögreglumenn þar hafi aðgang að sérfræðingum til að fá andlegan stuðning.

 

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Í gær

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum