fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Pressan
Laugardaginn 5. apríl 2025 20:03

Enginn treystir Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálamarkaðir Bandaríkjanna, og í raun út um heim allan, loga eftir að Trump hóf tollastríð gegn flestum ríkjum heimsins. Fjárfestar vita ekki sitt rjúkandi ráð og hagfræðingar vara við því að það stefni í alþjóðlegan efnahagssamdrátt með höggi sem mun bitna sérstaklega á bandarísku verkalýð.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fólki þó að halda ró sinni. Allt sé á áætlun og fljótlega muni bandarískur efnahagur blómstra sem aldrei fyrr.

Forsetinn deildi í gær á samfélagsmiðlinum Truth Social vefslóð sem beinir fólki að myndbandi sem lýsir því að forsetinn sé viljandi að sigla fjármálamarkaðnum í strand.

Í myndbandinu, sem var fyrst birt þann 15. mars, segir:

„Trump mun koma því til leiðar að hlutabréfamarkaðurinn hrinur um 20 prósent í þessum mánuði, en hann er að gera það viljandi. […] Þetta er leynilegi leikurinn sem hann er að spila og hann gæti gert þig ríkan.“

Því er haldið fram í myndbandinu að Trump sé að freista þess að fylla ríkissjóð af lausafé en þannig verði hægt að lækka stýrivexti strax í maí. Lægri stýrivextir muni svo gera ríkinu kleift að endurfjármagna billjón króna lán ríkissjóðs á hagstæðum kjörum. Eins muni þetta veikja dalinn og lækka vexti á húsnæðislánum. „Þetta er sturlaður skákleikur en hann virkar.“

Myndbandið fjallar svo um tolla, þó að það hafi birst áður en Trump lagði ofurtollana á flest ríki heims á fimmtudaginn. „Hvað með tollana hans? Ég skal sko segja ykkur það að þetta er snilldarútspil. Það þvingar fyrirtæki til að byggja aðstöðu hér innanlands til að komast undan tollunum. Það þvingar líka bændur til að selja meira af söluvarningi sínum hérna í Bandaríkjunum og þannig verður matarkarfan ódýrari. Við erum strax farin að sjá þetta með eggin. Munið að 94% af öllum hlutabréfum eru í eigu bara 8% Bandaríkjamanna. Svo Trump er að taka frá þeim ríku, til skemmri tíma, til að gefa svo millistéttinni með lægra vöruverði.“

Myndbandið heldur því eins fram að vinsæli athafnamaðurinn Warren Buffet hafi hrósað Trump fyrir þessa áætlun. Buffet hafi ekki séð aðra eins snilld hvað efnahaginn varðar í rúmlega 50 ár. Þetta er reyndar lygi enda hefur Buffet bókstaflega kallað tollana stríðsyfirlýsingu. Buffet hefur eins tekið fram að það séu bandarískir neytendur sem muni þurfa að borga brúsann fyrir þetta stríð, fyrirtækin muni bara hækka verð sín og komast nokkuð skaðlaust frá þessu.

Rollings Stones ræddi við aðila sem starfa náið með Trump og fyrrum embættismenn sem gjarnan hafa komið forsetanum til varna þegar hann er gagnrýndur. Þeir voru beinlínis orðlausir.

„Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Newt Gingrich, fyrrum formaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og óformlegur ráðgjafi Trump. „Ég vissi ekki að hann hefði gert þetta og hef ekkert um þetta að segja því ég veit bara ekkert,“ sagði Gingrich um myndbandið.

Fyrrum aðstoðarmenn Trump gátu ekki svarað því hvers vegna rökhugsandi einstaklingur myndi viljandi valda hruni á hlutabréfamarkaði.

„Ég sá eitthvað af þessum færslum á samfélagsmiðlum þar sem því er haldið fram að Trump sé viljandi að valda hruni á hlutabréfamarkaði,“ sagði Marc Short sem starfaði í fyrri ríkisstjórn Trump. Vissulega myndi sú leið virka til að þvinga fram lækkun stýrivaxta og á sama tíma myndu Bandaríkjamenn ekki hafa efni á því að kaupa vörur og þjónustu sem myndi líklega laga viðskiptahallann við önnur ríki. „Ég er eiginlega bara orðlaus“.

Nokkrir nafnlausir embættismenn veltu því fyrir sér hvort Trump sé hreinlega að bregðast við gagnrýni. Margir eru reiðir út í hann út af tollunum en ef fólk trúir því að hann sé að gera þetta viljandi og hafi allan tímann vitað hvaða áhrif þetta hefði á efnahaginn – þá kannski hætti fólk að urða yfir hann.

Frétt Rolling Stone

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum