Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn í vikunni þegar hann tilkynnti nýja tolla. Tollarnir beindust gegn flestum ríkjum heimsins og gekk hann svo langt að leggja tolla á eyjur þar sem engir menn búa.
Til dæmis setti hann tíu prósenta toll á Heard- og McDonaldseyjar. Eyjarnar eru skráðar í heimsminjaskrá UNESCO þar sem þar er að finna vistkerfi sem er ósnortið af áhrifum manna. Þar búa engir menn svo tollarnir beinast í raun að dýrum á borð við seli og mörgæsir. Viðskiptaráðherra Eyjarnar heyra undir Ástralíu en viðskiptaráðherra Ástralíu, Don Farrel, telur að þarna sé um augljós mistök að ræða. „Greyið mörgæsirnar, ekki veit ég hvað þær gerðu Trump,“ sagði Farrel.
Ekki slapp litla eyjan Jan Mayen við tollana. Þar er einkum að finna ísbirni en eyjan tilheyrir Noregi og eina fólkið sem býr þar eru starfsmenn norska hersins og norsku jarðfræðistofnunarinnar.
Svo eru það Tokelau-eyjar. Þar búa 1.500 einstaklingar.
Á Jólaeyju búa tæplega 2.000 einstaklingar og á eyjan ekki í nokkrum viðskiptum við Bandaríkin.
Það sama á við um Norfolk-eyju, þar sem um 2.000 einstaklingar eru búsettir. Efnahagur Norfolk snýst fyrst og fremst um ferðamennsku og segist talsmaður eyjunnar ekki vita til þess að Norfolk eigi í nokkrum viðskiptum við Bandaríkin. Eyjan heyrir undir Ástralíu en Trump lagði aðeins 10% toll á Ástralíu en fyrir einhverja ástæðu fékk Norfolk yfir sig 29% tolla.
Eins voru tollar lagðir á Chagoseyjar, þyrpingu eyja í Kyrrahafi. Engin byggð er á eyjunum nema þá kannski á eyjunni Diego Garcia en þar búa um þrjú þúsund bandarískir og breskir hermenn. Þar með er Trump búinn að leggja tolla á bandaríska herinn.
Margir hafa furðað sig á þessum tollum og hafa vakið upp spurningar um hvernig forsetinn reiknaði tollana út.
Hagfræðingurinn James Surowiecki fór að leita skýringa á tollunum. Hann komst að því að tölurnar sem Trump notaði til að ákvarða skattana byggðu á viðskiptahalla við Bandaríkin. Viðskiptahallanum var deilt með heildarútflutningi til Bandaríkjanna. Þannig fékkst hlutfall sem Trump segir vera ígildi þeirra tolla sem ríki leggja á bandarískan innflutning. Hann ákvarðaði því sína eigin tolla sem helminginn af þessu hlutfalli. Surowiecki kallar þessa nálgun „ótrúlegt bull“.
Netverjar hafa eins komið með þá kenningu að Trump hafi hreinlega fengið gervigreindina til að gera þetta fyrir sig. Netverjar báðu gervigreindir á borð við ChatGPT, Gemini, Claude og Grok um að finna „auðvelda“ leið til að jafna viðskiptahalla og jafna stöðu Bandaríkjanna í viðskiptum við önnur ríki. Allar gervigreindirnar komu með svar sem byggði á formúlunni að nota viðskiptahalla deilt með útflutning. Tvær gervigreindir, Grok og Claude, lögðu svo enn fremur til að ákvarða tolla með því að finna þetta hlutfall og deila því svo í tvennt til að gæta að sanngirni.
Það myndi eins útskýra hvers vegna tollar voru lagðir á óbyggðar eyjur að gervigreind hafi hreinlega reiknað þetta út frá einhverjum gögnum sem ekki taka tillit til þess hvaða ríkjum eyjarnar tilheyra og hvort þar sé yfir höfuð einhver efnahagur til að tala um.
🔴🐧🇺🇲 BREAKING: The PM of Hearth and McDonald Islands is negotiating the lifting of tariffs at the White House right now. pic.twitter.com/cUCIS5d6jV
— Juan (@timbre_dionisio) April 3, 2025
I think they asked ChatGPT to calculate the tariffs from other countries, which is why the tariffs make absolutely no fucking sense.
They’re simply dividing the trade deficit we have with a country with our imports from that country, or using 10%, whichever is greater. https://t.co/Rc45V7qxHl pic.twitter.com/SUu2syKbHS
— Destiny | Steven Bonnell II (@TheOmniLiberal) April 2, 2025
ChatGPT and Grok The Secret Masterminds Behind Trump’s Tariffs?
X users uncovered that Trump’s tariff plan is ChatGPT’s brainchild: the table and formula (half the trade balance-to-import ratio) match the AI’s answers. Who’s the real economic genius here? #tariffs pic.twitter.com/HyYz4P9v7u
— ViHold (@v_holdam) April 3, 2025
Just figured out where these fake tariff rates come from. They didn’t actually calculate tariff rates + non-tariff barriers, as they say they did. Instead, for every country, they just took our trade deficit with that country and divided it by the country’s exports to us.
So we… https://t.co/PBjF8xmcuv
— James Surowiecki (@JamesSurowiecki) April 2, 2025
No, you absolutely did not calculate them.
Do you not understand the formula in your screenshot? It’s trade deficit/imports x 0.5. And as the document says, that’s the formula you used to calculate the tariff rate you’re charging every country. Are you seriously pretending…
— James Surowiecki (@JamesSurowiecki) April 3, 2025
Mystery solved — why did Trump list sparse or unpopulated islands and territories as tariff targets?
Because it came from a list of top level DOMAINS.
A Trump staffer clearly used AI to make the list — and no one corrected it before it was unveiled to destroy global markets.
— Tristan Snell (@TristanSnell) April 4, 2025