fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Ber gervigreindin ábyrgð á undarlegum tollum Trump? – Beinast meðal annars gegn bandaríska hernum, mörgæsum og ísbjörnum

Pressan
Laugardaginn 5. apríl 2025 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn í vikunni þegar hann tilkynnti nýja tolla. Tollarnir beindust gegn flestum ríkjum heimsins og gekk hann svo langt að leggja tolla á eyjur þar sem engir menn búa.

Til dæmis setti hann tíu prósenta toll á Heard- og McDonaldseyjar. Eyjarnar eru skráðar í heimsminjaskrá UNESCO þar sem þar er að finna vistkerfi sem er ósnortið af áhrifum manna. Þar búa engir menn svo tollarnir beinast í raun að dýrum á borð við seli og mörgæsir. Viðskiptaráðherra Eyjarnar heyra undir Ástralíu en viðskiptaráðherra Ástralíu, Don Farrel, telur að þarna sé um augljós mistök að ræða. „Greyið mörgæsirnar, ekki veit ég hvað þær gerðu Trump,“ sagði Farrel.

Ekki slapp litla eyjan Jan Mayen við tollana. Þar er einkum að finna ísbirni en eyjan tilheyrir Noregi og eina fólkið sem býr þar eru starfsmenn norska hersins og norsku jarðfræðistofnunarinnar.

Svo eru það Tokelau-eyjar. Þar búa 1.500 einstaklingar.

Á Jólaeyju búa tæplega 2.000 einstaklingar og á eyjan ekki í nokkrum viðskiptum við Bandaríkin.

Það sama á við um Norfolk-eyju, þar sem um 2.000 einstaklingar eru búsettir. Efnahagur Norfolk snýst fyrst og fremst um ferðamennsku og segist talsmaður eyjunnar ekki vita til þess að Norfolk eigi í nokkrum viðskiptum við Bandaríkin. Eyjan heyrir undir Ástralíu en Trump lagði aðeins 10% toll á Ástralíu en fyrir einhverja ástæðu fékk Norfolk yfir sig 29% tolla.

Eins voru tollar lagðir á Chagoseyjar, þyrpingu eyja í Kyrrahafi. Engin byggð er á eyjunum nema þá kannski á eyjunni Diego Garcia en þar búa um þrjú þúsund bandarískir og breskir hermenn. Þar með er Trump búinn að leggja tolla á bandaríska herinn.

Margir hafa furðað sig á þessum tollum og hafa vakið upp spurningar um hvernig forsetinn reiknaði tollana út.

Hagfræðingurinn James Surowiecki fór að leita skýringa á tollunum. Hann komst að því að tölurnar sem Trump notaði til að ákvarða skattana byggðu á viðskiptahalla við Bandaríkin. Viðskiptahallanum var deilt með heildarútflutningi til Bandaríkjanna. Þannig fékkst hlutfall sem Trump segir vera ígildi þeirra tolla sem ríki leggja á bandarískan innflutning. Hann ákvarðaði því sína eigin tolla sem helminginn af þessu hlutfalli. Surowiecki kallar þessa nálgun „ótrúlegt bull“.

Netverjar hafa eins komið með þá kenningu að Trump hafi hreinlega fengið gervigreindina til að gera þetta fyrir sig. Netverjar báðu gervigreindir á borð við ChatGPT, Gemini, Claude og Grok um að finna „auðvelda“ leið til að jafna viðskiptahalla og jafna stöðu Bandaríkjanna í viðskiptum við önnur ríki. Allar gervigreindirnar komu með svar sem byggði á formúlunni að nota viðskiptahalla deilt með útflutning. Tvær gervigreindir, Grok og Claude, lögðu svo enn fremur til að ákvarða tolla með því að finna þetta hlutfall og deila því svo í tvennt til að gæta að sanngirni.

Það myndi eins útskýra hvers vegna tollar voru lagðir á óbyggðar eyjur að gervigreind hafi hreinlega reiknað þetta út frá einhverjum gögnum sem ekki taka tillit til þess hvaða ríkjum eyjarnar tilheyra og hvort þar sé yfir höfuð einhver efnahagur til að tala um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum