fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

„Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 19:30

Markúsartorgið í Feneyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar George og Amal Clooney gengu í hjónaband í Feneyjum 2014, var samfélagið nánast lamað. Stærstu skurðirnir voru lokaðir og þröngar göturnar voru fullar af frægu fólki og ljósmyndurum. Feneyjarbúar voru almennt sáttir við þetta og stoltir af því að geta enn einu sinni sýnt fegurð og rómantík borgarinnar.

En fréttum um að milljarðamæringurinn Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Lauren Sánchez, fyrrum fréttakona, ætli að ganga í hjónaband í Feneyjum í sumar, var ekki tekið af sömu gleði og fréttunum af hjónabandi Clooney-hjónanna.

The Guardian segir að þau stefni að þriggja daga veislu í lok júní og muni ítalski tískuhönnuðurinn Domenico Dolce sjá um skipulagningu hennar.

Ítalskir fjölmiðlar segja að skipuleggjendur brúðkaupsins hafi bókað öll herbergin á fimm fínustu hótelum borgarinnar og pantað nær alla gondólana sem og pláss fyrir risastóra snekkju Bezos. Reiknað er með mörg hundruð gestum. Donald Trump verður hugsanlega meðal þeirra.

Feneyjabúar hafa lengi kvartað yfir ágangi ferðamanna og á síðasta ári var byrjað að krefja ferðamenn um aðgangseyri þegar þeir koma í dagsferðir til borgarinnar. Er það gert til að reyna að fæla einhverja frá.

Luigi Brugnaro, borgarstjóri, er hins vegar mjög sáttur við brúðkaup sumarsins og segir að það muni færa borginni milljónir evra í tekjur.

En það taka ekki allir undir með honum og til dæmis sagði leiðsögukonan Francesca: „Þetta verða mikil óþægindi. Ég held að flestir séu sömu skoðunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum