fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett tolla á innflutning flestra erlendra ríkja og segir að um svokallaða gagnkvæma tolla sér að ræða (e. reciprocal tariffs). Um sé að ræða viðbrögð við tollum og viðskiptaþvingunum sem önnur lönd beita gegn innflutningi frá Bandaríkjunum.

Sérfræðingar voru þó fljótir að benda á það að Trump fór ekki með rétt mál þegar hann útskýrði hvernig þessir gagnkvæmu tollar voru ákveðnir. Hann vísaði til þess að hann væri aðeins að leggja á um helming þeirra tolla sem er lagður á bandarískan innflutning í hverju landi fyrir sig, en undir tolla fellur hann líka skatta og gjöld sem eru lögð á innflutning á borð við virðisaukaskatt.

Sérfræðingar benda á að reikningurinn á bak við þetta sé í raun fremur einfaldur. Trump hafi reiknað út mismuninn á því fjármagni sem Bandaríkin flytja inn frá tilteknu ríki og svo því fjármagni sem ríkið flytur inn frá Bandaríkjunum. Hann reiknaði svo út hvað mismunurinn væri í hlutfalli við innflutning Bandaríkjanna til Kína, deildi svo með tveimur og þannig ákvarðaði hann tollana.

CNN nefnir sem dæmi að mismunur á innflutningi frá Bandaríkjunum til Kína og svo frá Kína til Bandaríkjanna nam 295,4 milljörðum dala á síðasta ári. Bandaríkin fluttu á sama tíma inn vörur frá Kína fyrir 439,9 milljarða dala. 295,4 milljarðar eru 67% af 439,9 milljörðum. Á skjali sem Trump sýndi í gær til að sýna hvaða toll önnur ríki leggja á bandarískan varning stóð að Kína leggi 67% tolla á Bandaríkin. Trump tilkynnti í gær 34% tolla gegn Kína sem er helmingurnn af þessum 67%.

„Þó að þessar nýju tollaaðgerðir hafi verið kynntar sem gagnkvæmir tollar þá kemur í ljós að stefnan byggir mismun á virði útflutnings,“ segir Mike O’Rourke, markaðsstjóri Jones Trading, í skilaboðum sem hann sendi fjárfestum á miðvikudaginn. „Það virðast engir tollar hafa verið skoðaðir við útreikninga á þessum prósentum. Ríkisstjórn Trump er að beina aðgerðum sínum gegn þjóðum þar sem mikill mismunur er á inn- og útflutningi í viðskiptum við Bandaríkin.“

O’Rourke tók fram að sökum þessarar aðferðar liggi fyrir að tollarnir muni bitna þyngst á þeim þjóðum sem eru mikilvægar í aðfangakeðjum bandarískra fyrirtækja. „Það er erfitt að ímynda sér að þessir tollar muni ekki valda uppnámi hvað varðar afkomu stórra alþjóðlegra fyrirtækja.“

Sérfræðingar hafa reiknað út að Trump hafi beitt þessari aðferð við ákvörðun tolla gegn minnst 71 ríkjum og gegn Evrópusambandinu.

Í sumum tilvikum eru ríki að kaupa meira frá Bandaríkjunum en þau selja þangað. Hvað þau tilvik varðar beitti Trump annarri aðferð sem var í raun ekki ýkja flókin – slétt 10%. Ísland fellur í þennan hóp. Við flytjum meira inn frá Bandaríkjunum en til þeirra.

Hvíta húsið var krafið svara um þessar útreikningar og sagði í svari að gagnkvæmir tollar séu reiknaðir út sem þeir tollar sem nauðsynlegir eru til að koma jafnvægi á viðskipti Bandaríkjanna við önnur ríki og byggja á því að ójafnvægið milli inn- og útflutnings hljóti að byggja á aðgerðum viðskiptaríkjanna, svo sem tollum, sköttum og gjöldum. Ekker tillit virðist þó vera tekið til íbúðafjölda viðskiptaríkjanna eða umfangs hagkerfis þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum