fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 14:44

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Slóvakíu hafa samþykkt að fella 350 bjarndýr í landinu. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar árásar brúnbjarnar sem leiddi til dauða manns um síðustu helgi.

Talið er að um 1.300 brúnbirnir séu í Slóvakíu en sambúð þeirra við íbúa landsins hefur ekki verið átakalaus í gegnum árin. Á síðasta ári voru tilkynntar um 1.900 árásir bjarndýra á menn eða bústaði þeirra.

„Við getum ekki lifað í landi þar sem fólk óttast að fara inn í skógi vaxin svæði,“ hefur AP eftir forsætisráðherra landsins, Robert Fico.

Árásin sem vísað er til hér að framan varð um liðna helgi en á sunnudag fannst lík 59 ára karlmanns í skóglendi nærri Detva, í miðhluta landsins. Maðurinn hafði farið í göngu í skóginum og hófst leit að honum þegar hann skilaði sér ekki heim.

Maðurinn var með mikla áverka á höfði og er talið nær öruggt að hann hafi orðið fyrir árás bjarndýrs.

Aðgerðir sem þessar eru ekki einsdæmi í Slóvakíu en í fyrra voru 150 birnir felldir. Er markmið yfirvalda að halda fjölda dýranna í kringum 800 sem er nægjanlegt til að viðhalda stöðugri stofnstærð.

Ákvörðun slóvakískra yfirvalda hefur valdið talsverðu fjaðrafoki, einkum á meðal dýraverndunarsinna sem telja að landið sé að brjóta gegn sáttmála ESB sem kveður á um að einungis megi fella bjarndýr sem ráðist hafa á fólk eða valdið eignatjóni.

Hafa náttúru- og dýraverndunarsamtök bent á að skynsamlegra sé að einblína á fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðslu um hvernig fólk getur tryggt öryggi sitt í náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum