Lifrin var grædd í sjúkling sem var heiladauður en á lífi. Lifrin byrjaði að starfa strax eftir ígræðsluna og framleiddi nauðsynleg prótín.
Ættingjar mannsins fóru fram á að tilrauninni yrði hætt eftir 10 daga og var það gert og lést maðurinn þá. Læknarnir segja að lifrin hefði getað starfað lengur. Þeir segja að þetta sé „glæsilegur árangur“ og evrópskir læknar segja þetta mikilvægt skref til að geta bjargað lífum í framtíðinni.
Sky News segir að læknarnir hafi tekið lifrina úr Bama smágrísi. Sex gegnum í því hafði verið breytt til að lifrin félli betur að mannslíkama.
í umfjöllun um málið í vísindaritinu Nature kemur fram að lifrin hafi starfað eðlilega, blóðflæðið hafi verið gott og engin merki hafi sést um að líkaminn hafnaði lifrinni.