Shirley hafði samband við eiginmann sinn sem hugðist koma á vettvang og sækja hana. Shirley var hins vegar hverfi sjáanleg þegar hann kom á staðinn og hafði hann því samband við neyðarlínuna í kjölfarið.
Lögregla grennslaðist fyrir um Shirley en allt kom fyrir ekki. Leitarhópar voru ræstir út með sérþjálfaða leitarhunda og þá var þyrla send í loftið. Það var svo á sunnudag að lík Shirley fannst skammt frá bifreiðinni ofan í gömlum og þornuðum brunni.
Lögregla telur að Shirley hafi látist af sárum sínum eftir að hafa dottið ofan í brunninn sem er um níu metra djúpur. Brunnurinn var um 20 til 30 metrum frá bifreið Shirley og hafði hann farið fram hjá leitarmönnum á vettvangi.
Telur lögregla að Shirley hafi verið að freista þess að komast út úr skóglendinu sem bíllinn var í þegar hún féll í brunninn. Var brunnurinn býsna vel falinn vegna gróðurs.
„Hann var opinn og ég er viss um að það eru nokkur hundruð svona brunnar bara í Monroe-sýslu og eflaust nokkur þúsund í Georgíuríki,“ segir Brad Freeman, lögreglustjóri í sýslunni, í viðtali við bandaríska fjölmiðla.