Kennedy er þekktur andstæðingur bólusetninga og hefur kynt undir samsæriskenningum um skaðsemi bóluefna. Hann er nú að herða tök sín á heilbrigðisráðuneytinu og stofnunum þess.
New York Time og Wall Street Journal segja að Marks hafi í raun verið ýtt úr starfi. Hann tók við starfi sínu hjá FDA 2012 og kom meðal annars að bólusetningaáætluninni í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar.
Í uppsagnarbréfinu segir hann að Kennedy og skoðanabræður hans, hafi „gert árásir, af áður óþekktri stærð, á staðreyndir vísindanna“.