fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Pressan
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem framdi skemmdarverk á Teslu-bifreið ókunnugs manns var handtekinn af lögreglu og kærður vegna málsins. Atvikið átti sér stað á bílastæði fyrir utan líkamsræktarstöð Planet Fitness í Pennsylvaníu á dögunum.

Eigandi bifreiðarinnar tók eftir því þegar hann kom heim að búið var að setja hakakrossinn á aðra hlið bílsins. Virðist viðkomandi hafa notað lykil við verknaðinn.

Eigandi bílsins fór í myndavélakerfi hans og sá þá hvar bifreið var lagt við hlið hans á bílastæði líkamsræktarstöðvarinnar. Úr bílnum steig út maður og var hann býsna laumulegur á meðan hann merkti bílinn.

Eigandinn hafði samband við líkamsræktarstöðina og var með auðveldum hætti hægt að bera kennsl á skemmdarvarginn. Í ljós kom að hann heitir Chadd Ritenbaugh og er 55 ára gamall.

Myndband af því þegar eigandi bílsins mætir á vettvang til að ræða við Chadd hefur verið birt á fréttamiðlum vestan hafs. Á myndbandinu sést þegar Chadd virðist fullur iðrunar og neitar því til að byrja með að hafa notað lykil. „Þetta var litur, ég næ þessu af með tusku,“ segir hann.

Tónninn breytist þegar hann fær upplýsingar um að bíllinn sé í höndum lögreglunnar sem vinni að því að taka fingraför af henni. Bendir eigandinn honum á að hann sjáist nota lykil í upptökunni.

„Mér þykir þetta leiðinlegt og ég biðst afsökunar. Ég hef ekkert á móti bílnum þínum eða þér. Augljóslega hef ég ýmislegt á móti Elon Musk en þetta var ekki rétta leiðin til að sýna það.“

Chadd var handtekinn skömmu síðar og kærður fyrir skemmdarverkið.

Borið hefur á skemmdarverkum í Bandaríkjunum á Tesla-bifreiðum í eigu venjulegs fólks sem situr oftar en ekki uppi með kostnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár