fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Pressan
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Dallas eftir fyrirvaralausa og tilefnislausa árás á hina 27 ára gömlu Canada Rinaldi á dögunum.

Rinaldi, sem er búsett í Oklahoma, var í Dallas með hópi vinkvenna þar sem markmiðið var að gæsa hana. Rinaldi var úti að skemmta sér að kvöldi laugardagsins 22. mars þegar ókunnugur karlmaður gekk upp að henni og kýldi hana í andlitið.

Voru vinkonurnar á ferð um klukkan tvö um nótt eftir að hafa verið á skemmtistað og voru þær að ganga í átt að Uber-bifreið sem þær höfðu pantað.

Afleiðingar árásarinnar voru talsverðar því Rinaldi fékk heilahristing, nefbrot, þrjár brotnar tennur og þá þurfti að sauma átta spor í andlit hennar.

„Ég man ekki eftir árásinni, ég man bara eftir því að hafa verið að labba í áttina að bílnum og það næsta sem ég man var þegar ég var komin í sjúkrabíl,“ segir hún í samtali við People.

Maðurinn sem handtekinn var vegna árásarinnar heitir Trevon Woodards. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna líkamsárása.

Söfnun var hrundið af stað fyrir Rinaldi á vefnum GoFundME og hafa rúmir 10 þúsund dollarar, vel á aðra milljón króna, safnast fyrir hana.

Rinaldi var nokkuð brött þegar People ræddi við hana um helgina. Sagði hún að árásin myndi ekki koma í veg fyrir að hún ætli sér að njóta dagsins með sínum heittelskaða þegar þau ganga í hjónaband síðar í þessum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár