The Independent segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni, þá hafi hún stöðvað starfsemi einnar stærstu metamfetamínverksmiðju sem fundist hefur í landinu og handtekið 22 ára háskólanema.
Þættirnir „Breaking Bad“ fjalla um efnafræðikennara í menntaskóla sem notar þekkingu sína til að framleiða og selja metamfetamín.
Maðurinn á allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir fíkniefnaframleiðslu.