Á upptökum sést maðurinn krjúpa ofan á hnífamanninum og hóta að kýla hann á meðan hann bíður eftir að lögreglan komi á vettvang. Þetta gerðist nærri Dam‘s Square á fimmtudaginn.
Í færslu á Instagram þakkaði Halsema manninum fyrir hetjudáðina. „Hann er mjög hógvær Breti,“ sagði hún í samtali við AT5 sjónvarpsstöðina. „Hann langar ekki til að verða frægur. Hann hefur mestar áhyggjur af fórnarlömbunum, honum finnst hann bera ábyrgð á þeim,“ sagði hún einnig.
Hún sagði að maðurinn hafi tekið ákvörðun á sekúndubroti þegar hann sá árásarmanninn og áttaði sig á að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Honum hafi síðan tekist að yfirbuga hann.
Maðurinn náði að stinga fimm manns áður en Bretinn yfirbugaði hann. Fólkið er allt á batavegi.
Ekki er vitað hvað manninum gekk til með þessum árásum.