fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Pressan
Sunnudaginn 30. mars 2025 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú kannast eflaust við tilfinninguna þegar þú leggst upp í rúm með alveg hreinum sængurfatnaði. Þér finnst þú virkilega vera manneskja með fullkomna stjórn á lífinu. En hversu oft á að skipta á rúminu? Einu sinni í viku? Þriðja hvern mánuð eða kannski daglega?

Sérfræðingar ráðleggja fólki að skipta á rúminu aðra hverja viku að minnsta kosti. Það er auðvitað ekki skaðlegt að skipta oftar.

Ástæðan er að á hverri nóttu skilur þú eftir smávegis af dauðum húðfrumum, svita, húðfitu og kannski smá slef (við dæmum ekki fólk hér).

Þetta er auðvitað veisluborð fyrir bakteríur og rykmaura og þeim mun lengur sem þú bíður með að skipta á sængurfatnaðinum þeim mun meiri félagsskap færðu á hverri nóttu.

Ef þú svitnar mikið á nóttunni, þá er best að skipta á rúminu vikulega.

Ef gæludýr sefur upp í hjá þér, þá þarf að skipta mjög oft því dýrin bera óhreinindi og flösu með sér upp í.

Ef þú er með ofnæmi, þá skaltu þvo sængurfatnaðinn á 60 gráðum og það oft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla