Sérfræðingar ráðleggja fólki að skipta á rúminu aðra hverja viku að minnsta kosti. Það er auðvitað ekki skaðlegt að skipta oftar.
Ástæðan er að á hverri nóttu skilur þú eftir smávegis af dauðum húðfrumum, svita, húðfitu og kannski smá slef (við dæmum ekki fólk hér).
Þetta er auðvitað veisluborð fyrir bakteríur og rykmaura og þeim mun lengur sem þú bíður með að skipta á sængurfatnaðinum þeim mun meiri félagsskap færðu á hverri nóttu.
Ef þú svitnar mikið á nóttunni, þá er best að skipta á rúminu vikulega.
Ef gæludýr sefur upp í hjá þér, þá þarf að skipta mjög oft því dýrin bera óhreinindi og flösu með sér upp í.
Ef þú er með ofnæmi, þá skaltu þvo sængurfatnaðinn á 60 gráðum og það oft.