fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Pressan
Laugardaginn 29. mars 2025 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefnherbergið er einn heilagasti staður heimilisins því þar hvílast flestir og stunda kynlíf. Svefnherbergin eru því ekki sá staður sem við bjóðum fólki inn í þegar gesti ber að garði. En það er eitt og annað sem við getum gert betur í svefnherbergjunum okkar.

Hér ætlum við að nefna sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu. Eflaust kannast margir við sumt af þessu ef ekki allt. Þá er auðvitað ekki annað að gera en reyna að bæta úr þessu.

Þú loftar of sjaldan út. Loftið í svefnherberginu verður fljótt rakt og því er nauðsynlegt að lofta út. Þú gerir það örugglega en kannski gerir þú ekki nógu mikið af því. Sérfræðingar mæla með að loftað sé út úr svefnherbergjum minnst þrisvar á dag, í fimm til tíu mínútur í hvert sinn.

Það er of heitt. Það má hvorki vera of kalt eða heitt í svefnherberginu til að tryggja að aðstæðurnar séu eins hollar og hugsast getur. Kjörhitinn er á bilinu 15 til 20 gráður. Ef það er of kalt eða heitt er hætta á rakaskemmdum og rykvandamálum. Rakaskemmdir geta í versta falli orsakað að myglusveppur nái að skjóta rótum og það er ekki gestur sem maður vill fá í húsið sitt.

Þú skiptir of sjaldan á rúminu. Sérfræðingar ráðleggja fólki að skipta á rúmum sínum á minnst fjórtán daga fresti. En ef þú svitnar mikið yfir daginn, til dæmis ef þú stundar íþróttir (og sleppir því jafnvel að fara í sturtu eftir æfingu) á að skipta oftar á rúminu. Þegar við sofum losar líkaminn sig við dauðar húðfrumur og rykmaurarnir í rúminu okkar lifa á þeim. Þeim mun lengur sem rúmfötin eru á, þeim mun fleiri rykmaurar.

Þú þværð sængina og koddann ekki nógu oft. Það þarf að setja sængur og kodda í þvottavél öðru hvoru og þvo við minnst 60 gráður. En mundu að lesa á þvottamiðann á sænginni og koddanum áður en þú ferð að þvo. Mælt er með því að bæði sængur og koddar séu þvegnir minnst fjórum sinnum á ári og fari síðan í þurrkarann.

Ef þú lætur fötin þín hanga á fataslá þá er það sannkallaður ryksegull. Það er miklu betra að brjóta fötin saman og láta liggja í hillum og skúffum.

Það er gott að flokka hluti í kassa og geyma í þeim. En það er ekki mjög gott að geyma kassana undir rúminu. Mikið ryk og rykmaurar safnast saman undir rúminu og kassarnir torvelda þrif. Það þarf að ryksuga undir rúminu minnsta kosti tvisvar í viku til að koma í veg fyrir að ryk hrúgist þar upp.

Þú heldur kannski að það sé nóg að ryksuga einu sinni eða tvisvar í viku en það er rangt. Mælt er með að svefnherbergið sé ryksugað daglega. Ryk samanstendur af dauðum húðfrumum og hári og það elska rykmaurar. Ef þú vilt halda fjölda þeirra í skefjum er rétt að ryksuga oftar og þá safnast heldur ekki eins mikið ryk undir rúmið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín