The Independent segir að tæplega 66% þeirra sem greiddu atkvæði hafi samþykkt tillögu um að búa til fleiri bílalaus svæði. En kosningaþátttakan var hins vegar afskaplega döpur eða aðeins rétt rúmlega 4% af þeim sem voru á kjörskrá.
Þetta var þriðja atkvæðagreiðslan á síðustu árum varðandi umferðarmál í borginni. 2023 var ákveðið að banna rafskútur og á síðasta ári var samþykkt að hækka stöðugjöld stórra bifreiða mjög mikið.
Út frá nýsamþykktu aðgerðunum verða 10.000 bílastæði fjarlægð en frá 2020 hafa önnur 10.000 bílastæði verið fjarlægð.
Hvað varðar að gera 500 götur að göngugötum, þá munu borgaryfirvöld bera það undir borgarbúa hvaða götur verða teknar undir göngugötur. Þegar búið verður að gera þær að göngugötum, verður búið að stækka net hinna „grænu lungna“ í tæplega 700 göngugötur en það er rúmlega 10% af götum borgarinnar.
Tölur frá borgaryfirvöldum sýna að bílaumferð hefur dregist saman um rúmlega helming síðan í byrjun aldarinnar en þá tóku sósíalistar við stjórntaumunum í borginni. Þeir hafa frá upphafi lagt áherslu á að auðvelda gangandi vegfarendum lífið og bjóða upp á aðrar samgöngumáta en einkabílinn.