fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Pressan
Laugardaginn 29. mars 2025 11:30

Ainoha Izaga Ibiete Lima. Mynd:Interpol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 2018 fannst kvenmanslík í norðurhluta Katalóníu á Spáni. Það var þó ekki fyrr en í síðustu viku sem lögreglunni tókst að bera kennsl á líkið.

Það er af hinni 33 ára Ainoha Izaga Ibiete Lima frá Paragvæ. Lík hennar fannst í skúr á sveitabýli einu. Lögreglunni tókst að bera kennsl á hana með aðstoð fingrafara að sögn BBC News.

Bróðir hennar tilkynnti lögreglunni 2019 að hann hefði ekki heyrt í henni síðan árið áður en hún hafði verið á Spáni síðan 2013.

Alþjóðalögreglan Interpol segir að kringumstæðurnar í tengslum við andlát hennar séu enn óljósar.

Vinnan við að staðfest af hvaða konu líkið er, er hluti af verkefninu „Identify me“ sem Interpol stendur fyrir. Það snýst um að bera kennsl á fjölda líka sem hafa fundist í Evrópu, sérstaklega af konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni