Það er af hinni 33 ára Ainoha Izaga Ibiete Lima frá Paragvæ. Lík hennar fannst í skúr á sveitabýli einu. Lögreglunni tókst að bera kennsl á hana með aðstoð fingrafara að sögn BBC News.
Bróðir hennar tilkynnti lögreglunni 2019 að hann hefði ekki heyrt í henni síðan árið áður en hún hafði verið á Spáni síðan 2013.
Alþjóðalögreglan Interpol segir að kringumstæðurnar í tengslum við andlát hennar séu enn óljósar.
Vinnan við að staðfest af hvaða konu líkið er, er hluti af verkefninu „Identify me“ sem Interpol stendur fyrir. Það snýst um að bera kennsl á fjölda líka sem hafa fundist í Evrópu, sérstaklega af konum.