fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 07:30

Hér brennur gasstöðin. Mynd:X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var sprengjum varpað á gasdælustöð í Sudzha. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa verið að verki og segja að Rússar hafi „ítrekað varpað sprengjum á stöðina“.

Segja Úkraínumenn að Rússar hafi gert þetta til að varpa sökinni síðan á Úkraínumenn með „tilhæfulausum“ ásökunum um að þeir hafi verið að verki. Allt sé þetta gert til að grafa undan hugsanlegu vopnahléi og friðarsamningi sem er verið að ræða undir forystu Bandaríkjanna.

Gasstöðin var mikilvæg fyrir gasstreymi til Evrópu í gegnum Úkraínu þar til Úkraínumenn neituðu að framlengja samninginn um gasstreymið í janúar síðastliðnum.

Tæplega helmingur af öllum gasútflutningi Rússa til Evrópu 2023 fór í gegnum stöðina. Hún er rússnesk en Úkraínumenn hafa verið með hana á sínu valdi um hríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“