fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 22 ára gamli Danny Santulli má teljast heppinn að vera á lífi eftir að innvígsluathöfn í bræðralag við University of Missouri fór úr böndunum.

Þó að Danny sé á lífi mun hann ávallt þurfa að reiða sig á aðstoð annarra við daglegar athafnir þar sem hann er blindur, lamaður og ófær um að tjá sig.

Innvígsluathafnir í bræðralög í bandarískum háskólum má líkja við busavígslur sem þekkst hafa hér á landi, en athafnirnar eru þó mun grófari og hættulegri og snúast jafnvel um andlegt ofbeldi og niðurlægingu. Danny fékk lífshættulega áfengiseitrun kvöld eitt í október 2021 þegar komið var að lokakaflanum í innvígsluathöfninni.

Tilbúinn að leggja mikið á sig til að komast inn

Daily Mail fjallaði ítarlega um þetta mál í vikunni og ræddi meðal annars við móður Danny og lögfræðing fjölskyldunnar sem hefur tekið að sér fjölmörg sambærileg mál.

Danny var nýnemi í skólanum þegar atvikið varð og hafði hann fengið boð um að ganga til liðs við bræðralagið Phi Gamma Delta. Hann vildi eignast vini í skólanum og var tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að komast inn í bræðralagið. Hann sinnti ýmsum verkum fyrir meðlimi hópsins, sótti pizzur og þreif herbergin þeirra svo dæmi séu tekin.

En áður en hann gat orðið fullgildur meðlimur þurfti hann að leggja á sig ákveðið lokaverkefni sem fólst í því að drekka gríðarlegt magn áfengis.

Eldri meðlimur bræðralagsins, Ryan Delanty, svokallaður Pledge Dad, lét flösku sem innihélt einn lítra af vodka í aðra hönd hans sem hann límdi fasta við lófann. Var Danny gert að klára úr flöskunni. Eðli málsins samkvæmt varð Danny mjög drukkinn og þegar hann hafði klárað úr flöskunni leið hann út af. Meðlimir hópsins lögðu hann í sófa en áttuðu sig ekki á því fyrr en of seint að Danny var kominn með lífshættulega áfengiseitrun.

Þegar þeir áttuðu sig á því að ekki væri allt með felldu var honum ekið á sjúkrahús þar sem hann var lagður inn á gjörgæsludeild. Þar dvaldi hann í nokkrar vikur og var um tíma tvísýnt hvort hann myndi lifa af. Sem fyrr segir er Danny lamaður fyrir lífstíð eftir atvikið, blindur, ófær um að tjá sig og þarf aðstoð allan sólarhringinn.

Öll atburðarásin náðist á myndband

David Bianchi, lögmaður fjölskyldunnar, segir í viðtali við Daily Mail að hann hafi tekið að sér fjölmörg sambærileg mál en þetta sé það versta sem hann hafi fengist við á sínum ferli. Bendir hann á að meðlimir bræðralagsins hafi verið á skilorði þegar atvikið varð, eftir að kvartað hafði verið undan hegðun bræðralagsins og notkun þeirra á áfengi ári áður.

Innvígsluathafnir sem þessar eru bannaðar í flestum, ef ekki öllum, háskólum Bandaríkjanna, og í sumum ríkjum eru þær bannaðar með lögum. Vandamálið er stundum það að þessar athafnir fara fram í leyni, og þátttakendur þora ekki að segja frá af ótta við hefnd eða útilokun.

Bianchi segir að það óvenjulega við mál Dannys sé sú staðreynd að öll atburðarásin náðist á myndband.

Alls var tuttugu meðlimum bræðralagsins stefnt vegna málsins og voru ellefu þeirra dæmdir. Þyngsta dóminn fékk fyrrnefndur Delanty, sex mánaða fangelsi og sex mánuði til viðbótar í stofufangelsi.

Sár og reið

Í viðtalinu segir móðir Danny, Mary Pat Santulli, að hún sé reiðust yfir því að enginn hafi hringt á neyðarlínuna þegar ljóst var að ekki væri allt með felldu. Þá hafi enginn beðist afsökunar. Með því að bregðast fyrr við hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona illa færi. Bendir hún á að varir hans hafi verið orðnar bláar og hann alveg meðvitundarlaus þegar meðlimir bræðralagsins fóru með hann á sjúkrahús þar sem hann fór í hjartastopp stuttu síðar.

Nú, fjórum árum eftir atvikið, segir Mary að Danny heyri vel en hún gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvort hann viti hvað gerðist. „Það koma augnablik þar sem það koma tár þannig að við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann. Kannski er eitthvað að rifjast upp fyrir honum. Við vitum það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði