fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn eiga það til að vera með fjörugt ímyndunarafl og sjá oftar en ekki fyrir sér allskonar kynjaverur í myrkrinu fyrir svefninn. Sem betur fer reynist óttinn í langflestum tilfellum ekki á rökum reistur.

Lögreglan í Barton-sýslu í Kansas í Bandaríkjunum fékk óvenjulega tilkynningu á borð til sín á mánudag frá ungri konu sem var að passa barn í húsi í bænum Great Bend.

Í frétt CNN kemur fram að barnið hafi kallað á barnfóstruna þegar það var að reyna að sofna og kvartað undan því að það væri „skrímsli“ undir rúminu. Barnfóstran fór inn í herbergið og freistaði þess að róa barnið niður með því að kíkja sjálf undir rúmið.

Barnfóstrunni brá heldur betur í brún þegar hún sá að óþekktur karlmaður var í felum undir rúminu. Til átaka kom á milli barnfóstrunnar og mannsins sem enduðu þannig að maðurinn lagði á flótta. Hann var handtekinn degi síðar.

Maðurinn, sem er 27 ára, bjó áður í þessu sama húsi. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin að undanförnu og var tiltölulega nýsloppinn úr fangelsi þegar hann var handtekinn í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði