fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmaður mannúðarmála hjá Evrópusambandinu, Hadja Lahbib, segir að sökum loftlagsbreytinga, netárása og sjúkdóma séu auknar líkur á neyðarástandi fyrir 450 milljón íbúa Evrópusambandsins. Ógnir gegn Evrópu séu meiri en nokkru sinni áður og fólk þurfi að undirbúa sig undir það versta.

Lahbib segir mikilvægt að fólk komi sér upp neyðarbirgðum fyrir minnst 72 klukkustundir ef svörtustu spár skyldu verða að veruleika. Þetta eru birgðir á borð við mat, vatn, eldfæri, skilríki, lyf og stuttbylgjuútvarp.

Ríki Evrópusambandsins ættu líka að koma sér upp varabirgðum á borð við eldvarnaflugvélar, lyf, orku, samgönguleiðir sem og búnað til að takast á við ógnir sem varða kjarnorkuvopn, efna- og lífefnavopn og til að takast á við geislavirkni.

Lahbib hefur birt myndband þar sem hún sýnir hvað hún er með í veskinu. Hún er fyrst og fremst með gleraugun sín, pappírana sína og skilríki í vatnsþéttum umbúðum. Eins er hún með vasaljós, eldspýtur og kveikjara. Hún er svo með vatnsflösku, vasahníf sem er hægt að nota sem alls konar tól, lyfin sín, orkustykki, hleðslutæki, hleðslubanka, dósamat, spilastokk, útvarp og loks seðla.

„Því þú veist aldrei“

Lahbib segir að sá búnaður sem hún sýndi ætti að duga fólki í 72 klukkustundir í neyð. Líklega þarf fólk þó að pakka meiri vökva en einni vatnsflösku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði