257 voru um borð í vélinni sem var nýlögð af stað í tæplega 14 klukkustunda flug til Kína þegar flugmaðurinn uppgötvaði að hann hafði gleymt vegabréfinu sínu.
The Independent segir að vélin hafi verið komin út yfir Kyrrahafið þegar flugmaðurinn áttaði sig á mistökum sínum og því var ekki annað að gera en taka U-beygju og lenda í San Francisco.
Einn farþeganna sagðist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann sá að áfangastaðnum var breytt úr Shanghai í San Francisco á upplýsingaskjá vélarinnar.
Þetta varð til þess að vélin lenti ekki í Shanghai fyrr en um hálfum sólarhring eftir áætlaðan komutíma.