fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Pressan

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu

Pressan
Miðvikudaginn 26. mars 2025 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tveggja klukkustunda flug neyddust flugmenn flugs UA198 frá Los Angeles til Shanghai til að snúa við og lenda aftur San Francisco. Ástæðan var að flugmaður hafði gleymt vegabréfinu sínu.

257 voru um borð í vélinni sem var nýlögð af stað í tæplega 14 klukkustunda flug til Kína þegar flugmaðurinn uppgötvaði að hann hafði gleymt vegabréfinu sínu.

The Independent segir að vélin hafi verið komin út yfir Kyrrahafið þegar flugmaðurinn áttaði sig á mistökum sínum og því var ekki annað að gera en taka U-beygju og lenda í San Francisco.

Einn farþeganna sagðist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann sá að áfangastaðnum var breytt úr Shanghai í San Francisco á upplýsingaskjá vélarinnar.

Þetta varð til þess að vélin lenti ekki í Shanghai fyrr en um hálfum sólarhring eftir áætlaðan komutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023