fbpx
Fimmtudagur 27.mars 2025
Pressan

Tvíburabræður fundust látnir á fjallstoppi – Fjölskylda þeirra krefst svara

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 04:10

Qaadir og Naazir. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir áttu að vera í flugvél á leið til Boston til að heimsækja vini sína. En þess í stað fundust tvíburabræðurnir Qaadir og Naazir Lewis, sem voru 19 ára, látnir á toppi Bell Mountain. Þeir voru báðir með skotsár.

New York Post segir að fjölskylda þeirra neiti að sætta sig við skýringu lögreglunnar en hún segir að annar bróðirinn hafi skotið hinn og síðan svipt sig lífi.

Fjölskyldan telur þetta algjörlega útilokað. „Við þekkjum þá. Þeir myndu aldrei gera neitt þessu líkt. Að segja að þeir hafi gert hvor öðrum þetta? Nei. Það gerðist eitthvað þarna uppi á fjallinu og við viljum fá svör,“ sagði Yasmin Brawner, frænka þeirra.

Frændi þeirra, Rahim Brawner, sagði að bræðurnir hafi verið óaðskiljanlegir og að þeir hefðu aldrei unnið hvor öðrum mein.

Það var fjallgöngumaður sem fann lík bræðranna þann 8. mars. Þeir voru báðir með skotsár og flugmiðarnir til Boston voru í veskjum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023
Pressan
Í gær

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður repúblikana hló þegar hann fékk spurningu um Trump – „Það er nei frá mér, já“

Þingmaður repúblikana hló þegar hann fékk spurningu um Trump – „Það er nei frá mér, já“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti bókaklúbbur í heimi – Unglingar á hernumdum svæðum í Úkraínu streitast á móti með óvenjulegum hætti

Hættulegasti bókaklúbbur í heimi – Unglingar á hernumdum svæðum í Úkraínu streitast á móti með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný svefntrend fara mikinn á samfélagsmiðlum – Virka þau?

Ný svefntrend fara mikinn á samfélagsmiðlum – Virka þau?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeldökka „lausláta“ konan sem varð söguhetja fyrir 1000 árum

Þeldökka „lausláta“ konan sem varð söguhetja fyrir 1000 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mislingatilfelli í Evrópu hafa ekki verið fleiri síðan 1997

Mislingatilfelli í Evrópu hafa ekki verið fleiri síðan 1997
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tannlæknir segir að þessi mistök geri tennurnar gular

Tannlæknir segir að þessi mistök geri tennurnar gular