fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Handtekin fyrir mjög vafasöm efnistök í nýrri bók

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Sydney í Ástralíu hafa handtekið og framkvæmt húsleit heima hjá rithöfundinum Lauren Tesolin-Matrosta vegna efnistaka hennar í nýrri skáldsögu.

Lauren þessi skrifar erótískar sögur undir nafninu Tori Woods en skáldsagan sem um ræðir heitir Daddy’s Little Toy.

Í frétt News.com.au kemur fram að mikið fjaðrafok hafi orðið á samfélagsmiðlum þegar efnistök bókarinnar voru tíunduð, en hún mun segja frá sambandi 18 ára stúlku við vin föður síns. Kemur fram í bókinni að vinurinn hafi „girnst“ stúlkuna síðan hún var þriggja ára.

Í frétt News.com.au kemur fram að lögregla hafi handtekið Lauren síðastliðinn föstudag, en þann sama dag var húsleit gerð á heimili hennar.

Lagði lögregla hald á eintök af bókinni og kærði hana fyrir vörslu á efni tengdu barnaníði, dreifingu á slíku efni og framleiðslu þess. Henni var sleppt lausri gegn tryggingu í kjölfarið en á að mæta fyrir dóm þann 31. mars næstkomandi.

Lauren hefur sjálf stigið fram á Instagram þar sem hún lýsti því í færslu að í bók sinni væri hún ekki stuðla að eða hvetja til neins sem tengist barnaníði. Sögupersónur bókarinnar hafi ekki hafið neinskonar samband fyrr en hún „náði aldri“ eins og hún orðaði það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Í gær

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Af hverju er bjór seldur í sixpack?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að þennan dag muni Karl Gústaf afsala sér krúnunni

Segir að þennan dag muni Karl Gústaf afsala sér krúnunni