fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

„Við bundum enda á ömurlegt líf hans“ sagði Trump

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 07:30

Bíllinn rétt áður en hann sprakk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Írak sagði Abu Khadija vera „einn hættulegasta hryðjuverkamanninn í Írak og heiminum“. Á fimmtudag í síðustu viku gerði bandaríski herinn loftárás á bíl Khadija og sagði síðan að hann hefði fallið í árásinni, það hefðu DNA-sýni sýnt.

Khadija var æðsti leiðtogi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.

Í færslu á Truth Social skrifaði Donald Trump að hann hefði verið ráðinn af dögum. „Við bundum enda á ömurlegt líf hans,“ skrifaði forsetinn og bætti við: „FRIÐUR MEÐ ÞVÍ AÐ SÝNA STYRK!“

Sky News segir að árásin hafi verið gerð í samvinnu við íraskar leyniþjónustustofnanir og öryggissveitir.

Bandarískir og íraskir hermenn fundu tvö lík á vettvangi. Bæði voru í sjálfsvígsvestum sem höfðu ekki sprungið og með fjölda vopna á sér. DNA-sýni sannaði að annað líkið var af Khadija.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn