Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NASA. Fram kemur að reiknað hafi verið með að hækkunin yrði 43 millimetrar en hún hafi orðið 58 millimetrar.
NASA segir að frá 1880 hafi yfirborð sjávar hækkað um 20 til 22 cm.
Ástæðan fyrir þessari hækkun er loftslagsbreytingarnar sem valda almennt hlýrra loftslagi.
Þegar vatn hitnar, þá tekur það meira pláss, það þenst sem sagt út.
Hlýrra loftslag veldur einnig bráðnun jökla sem skilar auðvitað hækkuðu sjávarborði.