fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Pressan

6.000 manns horfðu á YouTubara myrtan í beinni útsendingu

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 07:00

Airi Sato. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku var Airi Sato, 22 ára, stungin til bana á götu úti í Tókýó á meðan hún var í beinni útsendingu á YouTube-rás sinni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að eins og svo oft áður hafi hún sent beint út á meðan hún ferðaðist með járnbrautarlest um stórborgina.

En að þessu sinni endaði ferðin skelfilega. Um 6.000 áhorfendur að útsendingu hennar sáu þegar maður réðst á hana og stakk ítrekað með hnífi.

Sato missti símann sinn og öskraði á meðan maðurinn stakk hana ítrekað í höfuð, hnakka og í búkinn. Hann beygði sig eitt sinn yfir hana og sagði: „Ertu dauð núna?“

Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn, sem er 42 ára, handtekinn. Hann hefur játað verknaðinn en sagðist ekki hafa ætlað að verða Sato að bana.

Hann heldur því fram að hún hafi skuldað honum peninga.

En það var ekki nóg með að fólk horfði á árásina og morðið í beinni útsendingu því fjöldi vegfarenda stoppaði til að mynda þetta og er fjöldi myndbanda af þessu hryllingsverki í dreifingu á Internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning
Pressan
Í gær

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“
Pressan
Í gær

4 ára hringdi í lögregluna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans – Myndband

4 ára hringdi í lögregluna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans – Myndband
Pressan
Í gær

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“