Sky News skýrir frá þessu og segir að eins og svo oft áður hafi hún sent beint út á meðan hún ferðaðist með járnbrautarlest um stórborgina.
En að þessu sinni endaði ferðin skelfilega. Um 6.000 áhorfendur að útsendingu hennar sáu þegar maður réðst á hana og stakk ítrekað með hnífi.
Sato missti símann sinn og öskraði á meðan maðurinn stakk hana ítrekað í höfuð, hnakka og í búkinn. Hann beygði sig eitt sinn yfir hana og sagði: „Ertu dauð núna?“
Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn, sem er 42 ára, handtekinn. Hann hefur játað verknaðinn en sagðist ekki hafa ætlað að verða Sato að bana.
Hann heldur því fram að hún hafi skuldað honum peninga.
En það var ekki nóg með að fólk horfði á árásina og morðið í beinni útsendingu því fjöldi vegfarenda stoppaði til að mynda þetta og er fjöldi myndbanda af þessu hryllingsverki í dreifingu á Internetinu.