Bannið tekur gildi í þrepum en mun að fullu verða innleitt þann 1. júlí 2029. Það mun hafa áhrif á fjölda matvara.
Í umfjöllun finnska miðilsins Iltalehti kemur fram að meðal þeirra matvæla sem verða fyrir áhrifum af banninu séu: grillsósur, kryddlegið kjöt, beikon, rjómaostar, frosnar pítsur, ostar, álegg, pylsur, tilbúnar pítsur, salöt og brauð.
Dagbladet segir að þessi reykefni séu yfirleitt notuðu í ódýrustu matvælin.
Þessi viðbættu reykefni hafa fram að þessu verið talin öruggari hvað varðar krabbamein en þau sem myndast við náttúrlega reykingu matvæla. En nú er staðan önnur.
Áfram verður leyft að reykja mat á hefðbundin hátt þannig að reykt hangikjöt, reykt skinka, síld og lax verða áfram í boði.