Bandaríkin eru klofin. Annars vegar eru það þeir hægri sinnuðu sem styðja Donald Trump Bandaríkjaforseta og hins vegar er það hópurinn sem er lengra til vinstri sem gagnrýnir forsetann harðlega. Þessar deilur hafa óvænt valdið því að vinsæl matvara er nú hápólitískt umræðuefni.
Undanfarin ár hefur verð á eggjum hækkað gífurlega í Bandaríkjunum. Sumarið 2019 kostuðu 12 egg tæpar 300 krónur en verðið fór svo að hækka og náði hámarki snemma í mars þegar þau kostuðu rúmlega þúsund krónur. Verð hefur svo aðeins hjaðnað síðan enda má rekja hluta verðhækkana til fuglaflensunnar sem leiddi til þess að fella þurfti margar hænur.
Donald Trump gerði svo eggin pólitísk í kosningabaráttu sinni. Hann tók þau sem dæmi um miklar verðhækkanir í embættistíð fyrrum forseta, Joe Biden, en Trump lofaði að ef hann næði kjöri myndi hans fyrsta verk vera að lækka matvöruverð. Skoðanakannanir eftir forsetakosningarnar sýndu að kjósendur kusu Trump einkum út af verðlagi og efnahag. Þar sem bæði Trump og varaforseti hans, JD Vance, fóru mikinn í kosningabaráttunni um egg hafa eggin nú orðið hápólitísk og ekki óeðlilegt að sjá pólitíska andstæðinga þeirra segja hluti á borð við: Þetta kusu menn yfir sig bara út af dýrum eggjum.
Imagine voting for trump because you couldn’t afford eggs only to end up not being able to afford anything.
— Covie (@covie_93) March 13, 2025
Þórðargleði átti sér svo stað á netinu eftir að eggjaverð hélt áfram að hækka eftir að Trump tók aftur við embætti. Eggjaumræðan varð svo hatrömm og Trump deildi á samfélagsmiðlum færslu þar sem fólk var vinsamlegast beðið um að halda kjafta um eggjaverð.
Did you vote for Donald Trump because he promised repeatedly to lower prices on eggs and other groceries?
He now wants you to shut up about that, as prices for eggs and other groceries increase. pic.twitter.com/IFmEvE6h5U— Chris Brennan (@ByChrisBrennan) March 9, 2025
Eggin þykja mjög hentug í dag í gagnrýni á Trump. Stór hluti bandarískra bænda studdi Trump í kosningunum en þessir aðilar horfast nú í augu við erfiða stöðu þar sem Trump hefur lofað að vísa milljónum innflytjenda úr landi – innflytjenda sem vinna einmitt á hænsnabúunum. 70% starfsmanna í landbúnaði eru innflytjendur og þar af eru um 40% ólöglegir innflytjendur. Eins er talið að hænsnabú fái að finna fyrir því þegar allir þeir fjölmörgu tollar sem Trump hefur boðað koma til framkvæmda.
Eins koma eggin nú við sögu í utanríkismálum, en mörgum þótti grátbroslegt þegar Trump, eftir að hafa ítrekað hótað því að innlima Grænland, leitaði til Danmerkur eftir eggjum til að bregðast við háu verði og skorti út af fuglaflensunni.
Ekki nóg með það heldur hafa landamæraverðir átt í nógu að snúast við að stöðva för fólks við landamærin sem freistar þess að smygla eggjum inn í landið frá Mexíkó eða Kanada.
Samkvæmt nýrri neytendarannsókn í Bandaríkjunum hækkaði verð á eggjum um 10,4% í janúar og um 15,2% í febrúar. Þar með hafði verð hækkað um tæp 60% á einu ári. Þó að nú hafi tekist að ná verðinu aðeins niður hefur ekki tekist að uppræta fuglaflensuna og því mun verð líklega ekki lækka mikið á næstunni.
Ekki hjálpaði svo á dögunum þegar Trump, þvert á það sem kannanir hafa sýnt, hélt því fram að egg væru nú 30% ódýrari heldur en þegar hann tók við embætti. Á miðvikudaginn sagði hann: „Ég veit ekki hvort þið hafið séð það en það eru litlir hlutir á borð við eggjaverð – sem er lágt fyrir ykkur en hátt fyrir fólkið þarna úti. Það hefur lækkað um næstum 30% undanfarna daga.“
Þetta var rangt þar sem eggjaverð hafði þá hækkað um 28% síðan hann tók við embætti.
Trump: The cost of eggs is down almost 30%
(This is a blatant lie. The cost of eggs is up 28% since Trump took office) pic.twitter.com/9sxcV9Q8Hq
— FactPost (@factpostnews) March 12, 2025
Ríkisstjórn hans er þó að gera sitt besta til að efna loforð forsetans. Leitað hefur verið til Danmerkur og fleiri Evrópuríkja eftir eggjasendingum. Danmörk hefur bent á að það sé ekkert um umframegg í Evrópu. Tyrkland greindi þó frá því í febrúar að ríkið ætlaði að senda um 15 þúsund tonn af eggjum til Bandaríkjanna. Finnland hefur eins neitað að hjálpa með vísan til þess að landið hreinlega framleiði ekki nóg af eggjum svo það geti gagnast Bandaríkjunum. Eins er Finnland að glíma við fuglaflensuna.
Sumum gæti þótt þessi saga með eggin minna smá á litlu gulu hænuna. Trump hefur undanfarið beint spjótum sínum að löndum sem áratugum saman hafa talist bandamenn Bandaríkjanna. Trump hótar innlimun, tollum, hefur sagt sig úr alþjóðlegu samstarfi, úr mannréttindasamtökum, snúið baki við Úkraínu og Palestínu og áfram mætti lengi telja. Engu að síður reiknar hann með aðstoð þegar hann vantar egg til að efna kosningaloforð sín.
HA! Take that, Liberals! Eggs are cheap again!!! pic.twitter.com/jfbUqxmz9D
— Alex Cole (@acnewsitics) March 17, 2025
Egg prices are NOT down. Stop lying. Wholesale prices are down, but retail prices – the only metric that matters to people buying eggs – haven’t budged.
Price-gouging still in full effect. pic.twitter.com/YenV4ABZAH
— Prof Zenkus (@anthonyzenkus) March 17, 2025
Þangað til hafa andstæðingar hans haft gaman af því að mæta í næstu matvöruverslun og sjá þar skýrt á hillunum að Trump lofaði upp í ermina á sér þegar hann sagðist geta lækkað eggjaverðið á fyrsta degi eftir embættistöku. Og að sama bragði hefur hlakkað í stuðningsmönnum forsetans þegar eggjaverð fór svo að lækka aftur, sem vakti svo lukku hjá andstæðingunum sem bentu á að eggjaverð væri einmitt bara að lækka út af milliríkjaviðskiptum sem Trump er á sama tíma að rústa með tollastríði. Kanadabúar hafa eins birt myndir af eggjaverði í verslunum sínum til að sýna að þeir hafi engan áhuga á að verða hluti af Bandaríkjunum.
Jafnvel mætti segja að árangur forsetans og lífsgæði Bandaríkjanna séu nú mæld í eggjum fremur en vísitölum og skoðanakönnunum. Það væri þá þeim líkt að vera tilbúnir í allar mælieiningar nema metrakerfið.
Tell the Americans that when we make them the 11th province they finally will be able to afford eggs again. pic.twitter.com/LpdIFqXTbQ
— Morgan Cameron Ross (@Morgan_C_Ross) March 16, 2025
Only one country in the world doesn’t have eggs right now pic.twitter.com/zyExdyUqCl
— Anonymous (@YourAnonCentral) March 17, 2025
Went to two grocery stores today to get eggs. Neither had any.
What are the Administration and Republicans doing about rising egg prices and the lack of eggs? NOTHING.
In fact, the Administration is making things worse by firing inspectors and scientists working on bird flu. pic.twitter.com/3Z6AJsvbgY
— Ted Lieu (@tedlieu) March 17, 2025
Karoline Leavitt lies about the price of eggs falling by 47% since January 20th then says Biden left them an economic mess.
Biden left a strong economy with cheaper egg prices pic.twitter.com/aAZ2BFajWQ
— Ron Smith (@Ronxyz00) March 17, 2025
When eggs are more valuable than a Tesla Cybertruck. pic.twitter.com/xvecONfrp5
— Travis Matthew (@Matthewtravis08) March 15, 2025