fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Pressan

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni

Pressan
Mánudaginn 17. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemandi við háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum, tvítug stúlka, hvarf á dularfullan hátt á meðan hún var í fríi með vinum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Stúlkan, Sudiskha Konanki var að fagna vorleyfi frá námi með vinkonum sínum þegar hún hvarf fyrr í þessum mánuði.

Málið hefur vakið mikla athygli en yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu telja að Konanki hafi drukknað en segja óvíst hvort það hafi verið af slysförum eða hvort glæpur átti sér stað. Konanki sást seinast á ströndinni þar sem hún var að slá sér upp með hinum bandaríska Joshua Riibe. Þau létu vel að hvort öðru í sjónum en svo skall á þeim stór alda. Riibe segir að hann hafi dregið Konaki upp úr sjónum.

Sjá einnig: Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

„Ég reyndi að fá hana til að anda, en þannig náði ég ekki að anda sjálfur og gleypti mikinn sjó,“ sagði Riibe við lögreglu. Þau hafi komist upp á ströndina og þá hafi Riibe fengið sér sæti í strandstól og séð út undan sér að Konanki var í flæðamálinu, með sjó upp að hnjám, og virtist vera að ganga í áttina að staðnum þar sem hún skildi fötin sín eftir. Riibe hafi svo þurft að kasta upp öllum sjónum sem hann gleypti og í kjölfarið hafi hann sofnað eða misst meðvitund. Þegar hann rankaði aftur við sér kallaði hann til Konanki og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hann fékk ekkert svar og sá hana hvergi.

Hann hafi því talið að hún hefði farið aftur upp á hótelið sitt. Hann stóð því upp og fór sjálfur upp á hótelherbergi þar sem hann lagði sig án þess að láta vita af þessari erfiðu lífsreynslu þeirra.

Riibe er sagður samstarfsfús en lögregla hefur engu að síður tekið af honum vegabréfið svo hann fari ekki úr landi. Foreldrar unga mannsins, sem er 22 ára háskólanemi, hafa harðlega mótmælt þessu og segja son sinn sæta ósanngjarnri meðferð.

Um helgina var greint frá því að lögregla hafi fundið fatnað og skó á ströndinni sem líklegast tilheyra Konanki. Þannig þykir ólíklegt að hún hafi yfirgefið Riibe á meðan hann var meðvitundarlaus til að fara aftur upp á hótel.

Yfirvöld velta því nú fyrir sér hvort að önnur alda hafi skollið á stúlkunni og dregið hana út á sjó. Riibe hefur þó verið harðlega gagnrýndur fyrir að kanna ekki hvort Konanki hefði skilað sér á hótelið og ekki látið nokkurn mann vita. Eins telja margir að Riibe hafi komið með nokkrar ólíkar útgáfur af atvikum sem sé ekki traustvekjandi. Foreldrar hans lýsa honum þó sem ljúfum dreng sem gæti ekki gert flugu mein.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Í gær

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“
Pressan
Í gær

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar hversu mikið af kaffi er hæfilegt að drekka á hverjum degi

Opinberar hversu mikið af kaffi er hæfilegt að drekka á hverjum degi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp