fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Pressan

Geimfararnir sem sátu fastir í geimstöðinni munu glíma við sársaukafullt vandamál þegar þeir koma til jarðarinnar

Pressan
Mánudaginn 17. mars 2025 21:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist í að tveir geimfarar, sem hafa verið fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni í níu mánuði, komi aftur til jarðarinnar. En þeir munu þurfa að takast á við sársaukafullt vandamál þegar til jarðarinnar er komið.

Metro segir að líklega hafi geimfararnir tveir, þau Suni Williams og Butch Wilmore, hafi þróað svolítið, sem er þekkt sem „barnsfætur“ á meðan á dvölinni hefur staðið. Þetta er að iljar geimfaranna verða mjúkar eins og barnsfætur.

Þetta getur valdið miklum sársauka þegar gengið er þegar komið er aftur til jarðarinnar. Húðin þarf tíma til að harðna og styrkjast á nýjan leik.

Williams og Wilmore áttu upphaflega að dvelja í átta daga í geimstöðinni en vegna tæknilegra vandamála með geimfar þeirra, þá hafa þau setið föst þar í níu mánuði.

En nú er áætlað að þau snúi aftur til jarðarinnar í þessari viku.

Þegar við göngum um hér á jörðinni, verða fæturnir fyrir stöðugum þrýstingi og nuddi, sem gerir húðina á iljunum þykkari. Þetta verndar iljarnar fyrir húðeyðingu og okkur fyrir óþægindum þegar við göngum. En þar sem það er ekkert þyngdarafl í geimnum, þá verða fætur geimfara ekki fyrir neinum þrýstingi og eftir sex til tólf mánuði, þá er þykka húðin á iljunum horfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Í gær

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í