Jacqueline Whitmore, fyrrum flugfreyja og sérfræðingur í mannasiðum, segir að farþegar eigi að fylgja nokkrum einföldum reglum, sem eru þó mikilvægar, til að gera ferðina og máltíðina góða fyrir alla.
Forðastu sterka lykt – Þrátt fyrir að það sé freistandi að taka velkryddaðan mat eða jafnvel harðfisk með um borð, þá getur það orðið ansi óþægilegt fyrir aðra farþega. Loftflæðið í vélinni þýðir að sterk lykt hangi lengi í loftinu.
Gættu að hreinlætinu – Enginn kærir sig um mylsnu út um allt eða samfarþega sem þurrkar fingurna í sætið sitt. Veldu mat sem er auðvelt að borða og notaðu hnífapör þegar hægt er. Mundi líka að vera með servíettur við höndina.
Borðaðu á réttum tímapunkti – Það er góð hugmynd að borða á sama tíma og aðrir farþegar því það veldur minni truflun. Ef þú borðar á öðrum tíma en hinir farþegarnir, gefðu þá umhverfinu gætur og reyndu að forðast að hafa hátt.
Taktu smávegis nasl með – Flugvélamatur getur verið óútreiknanlegur svo það er gott að taka smávegis nasl með sér, til dæmis hnetur, kex eða súkkulaði.