fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Pressan

Algeng kynlífsathöfn sögð geta stuðlað að elliglöpum

Pressan
Sunnudaginn 16. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindarannsókn gefur til kynna að veira sem veldur herpes, öðru nafni kynfæraáblástur, geti borist inn í nef fólks og þaðan upp í heila við munnmök. Berist veiran þangað getur hún mögulega orsakað heilabólgur sem geta leitt til heilaskemmda eða elliglapa.

Daily Mail greinir frá þessu og ræðir við Deepak Shukla prófessor við Háskólann í Chicago sem fór fyrir rannsókninni. Hann segir kynlífsathöfn eða önnur stelling sem veiti veirunni, HSV-1, greiða leið inn í nefgöngin frá manneskju sem beri hana með sér geti valdið áðurnefndri hættu.

Um fjórir milljarðar manna um allan heim eru taldir bera HSV-1 með sér sem er helsti valdur að herpes-sýkingum í munni á heimsvísu.

Helsta smitleiðin er með því að snerta sár sem manneskja með herpes er með. Hafi smituð manneskja smitast í gegnum munn getur það valdið sárum eða blöðrum við munninn og sé viðkomandi að smita frá sér getur snerting við munn þeirrar manneskju dreift smitinu áfram.

HSV-1 getur hins vegar einnig orsakað herpes á kynfærum sem þýðir að einstaklingur með slíka sýkingu getur dreift henni við munnmök og þá geta agnir sem innihalda veiruna borist inn í líkama bólfélagans í gegnum nefið þegar hann andar með því.

Ensím

Það sem getur einkum reynst heila þess sem andar veirunni að sér með þessum hætti skaðlegt er ensímið HPSE, sem er talið geta orsakað bólgur í heilanum sem eins og áður segir eru taldar geta orsakað skemmdir í heilanum til lengri tíma litið.

HPSE er undir venjulegum kringumstæðum ekki skaðlegt og hefur raunar góð áhrif á frumur líkamans en ef HSV-1 kemst inn í líkamann tekur veiran ensímið yfir og breytir því þannig að það getur valdið bólgum.

Í flestum tilfellum veldur HSV-1 ekki meiri skaða en litlum sárum við munninn en komist hún upp í heilann getur hún dvalið þar til lengri tíma og valdið heilabólgum og hrörnunarsjúkdómum eins og elliglöpum eða Alzheimer síðar á lífsleiðinni. Slík tilfelli eru þó enn sem komið er sjaldgæf en 2-4 af hverjum milljón sem hafa veiruna fá hana upp í heila.

Deepak Shukla telur þó líklegt að nokkur fjöldi herpes-smita í gegnum nef hafi ekki verið tilkynntur.

Rannsóknin sem gerð var á músum gefur til kynna að berist veiran í gegnum nefið bólgni heilinn frekar og mýsnar sýndu merki um minnisglöp, aukinn kvíða og áttu í auknum erfiðleikum með að halda jafnvægi.

Shukla segir að áhrif herpes-sýkinga af þessu tagi á mannfólk muni líklega vera mismunandi eftir einstakingum og áhrifin muni taka lengri tíma að koma fram en í músum. Rannsóknin gefi það hins vegar skýrt til kynna að sé sýkingin ekki meðhöndluð geti það valdið breytingum á hegðun og skertri hreyfigetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum
Pressan
Í gær

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp
Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár