fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuggalegt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Connecticut. Þann 17. febrúar barst slökkviliði tilkynning um að kviknað væri í íbúðarhúsi. Á daginn kom að eldurinn var af mannavöldum. Það var 32 ára maður sem bjó í húsinu sem kveikti í, en gerði það ekki af illkvittni heldur til að bjarga sjálfum sér. Hann hafði nefnilega verið fangi á eigin heimili í 20 ár.

Nú hefur lögregla birt upptöku úr búkmyndavél þar sem má sjá þegar manninum var bjargað úr eldinum, sem og stjúpmóður hans sem hafði haldið honum innilokuðum frá því að hann var 11 ára.

Þar sést Kimberly Sullivan, sem bjó í húsinu ásamt stjúpsyni sínum, og hvernig hún kallar á stjúpson sinn og hvetur hann til að flýja brennandi bygginguna, en hvernig hún svo mótmælir þegar sjúkraflutningamenn ætla að keyra á brott með stjúpsoninn í sjúkrabílnum.

„Stopp. Hvað eruð þið að gera?“

Neitar sök

Sullivan er sökuð um að hafa haldið stjúpsyninum föngnum síðan hann var 11 ára. Hún hefur nú verið handtekin og ákærð um líkamsárás, mannrán, frelsissviptingu, grimmilega framkomu í garð einstaklings sem og grófa vanrækslu.

Stjúpsonurinn greindi lögreglu frá því að hann hefði kveikt í svefnherberginu sínu með kveikjara, handspritti og pappír. Þetta gerði hann til að freista þess að fá fresli. Hann var aðeins rétt rúm 30 kg á þyngd þegar hann var vigtaður á sjúkrahúsinu.

Hann greindi frá því að í 20 ár hafi stjúpmóðir hans lokað hann inni. Fyrst hafi hún tekið hann úr skólanum og svo lokað hann alveg inni. Faðir hans lést árið 2024 og þá stigmagnaðist ofbeldið.

Sullivan neitar sök. Hún segir að maður sinn heitinn hafi séð um uppeldi stjúpsonarins og hún hafi ekki lokað hann inni, ekki svelt hann og alls ekki neitað honum um grundvallarhreinlæti. Lögmaður hennar sagði við fjölmiðla:

„Skjólstæðingur minn hvatti hann til að baða sig en hún er ekki að fara að þvinga 32 ára karlmann til að sjá um sjálfan sig. Hann hefði getað farið hefði hann viljað. Það var faðirinn sem réð því hvernig sonur hans var alinn upp og skjólstæðingur minn var aðeins að fara eftir fyrirmælum.“

Fjölmiðlar hafa greint frá því að þegar maðurinn var aðeins 11 ára fóru Barnavernd að berast tilkynningar. Meðal annars hafði drengurinn verið að borða upp úr ruslinu í skólanum. Svo hætti hann alveg að mæta í skólann.

Fékk ekki einu sinni að fara á klósettið

Hann er verulega vannærður, hefur ekki farið í sturtu í 2 ár og glímir við miklar og alvarlegar tannskemmdir. Hann sagði lögreglu að hann hafi þurft að gera ýmislegt til að halda í sér lífi þegar foreldrar hans voru að svelta hann. Til dæmis hafi hann byrjað að drekka upp úr klósetti aðeins 3 ára gamall. Á sama tíma byrjaði stjúpmóðir hans að læsa hann inni. Fyrst var það bara á kvöldin en eftir að skólayfirvöld og barnavernd fengu áhyggjur af stöðu hans þá var hann alveg læstur inni. Maðurinn segir að barnavernd hafi komið á heimilið í tvígang en Sullivan þvingaði hann til að láta sem allt væri í góðu.

Í ákæruskjali segir:

„Á þessum tíma í lífi sínu var hann alltaf svangur svo í skólanum bað hann aðra um mat, stal mat frá öðrum krökkum og borðaði stundum upp úr ruslinu.“

Maðurinn segir að hann hafi verið læstur inni í allt að 22 klukkustundir á dag. Hann fékk aðeins að koma fram til að sinna húsverkum. Hann fékk ekki einu sinni að fara á klósettið og þurfti að finna leiðir til að létta af sér í þessu litla herbergi sem í raun var fangaklefi hans. Hann létti til dæmis af sér í flöskur og gekk örna sinna á dagblöð.

Hann hafi seinast fengið að fara út úr húsinu þegar hann var 14 eða 15 ára til að fylgja pabba sínum á ruslahaugana.

Maðurinn er enn mjög veikburða og undir læknishöndum. Hann segist þó vongóður, enda gekk planið hans eftir.

„Ég vildi frelsið mitt“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum