fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Rak óvart hljóðnemann framan í Trump – Stuðningsmenn forsetans brjálaðir yfir atvikinu

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti varð ekkert sérstaklega ánægður þegar fjölmiðlar ráku hljóðnema framan í hann – bókstaflega – í gær.

Forsetinn var að ræða við blaðamenn við herstöð í Maryland þegar einn blaðamaður rak óvart hljóðnemann framan í forsetann. Sem betur fer var hljóðneminn klæddur mjúkri hlíf sem á að draga úr umhverfishljóðum.

Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli og íhaldsmenn velta því fyrir sér hvort hér sé um öryggisógn við forsetann að ræða.

Trump hélt þó stillingu sinni. Fyrst starði hann á einstaklinginn sem hélt á hljóðnemanum og svo sagði hann: „Hún [blaðakonan] var að eigna sér sjónvarpsútsendingu kvöldsins. Hún er nú orðin stóra fréttin í kvöld, er það ekki? Sáuð þið þetta?“

Stuðningsmenn urðu bálreiðir

Far-hægri áhrifavaldurinn Laura Loomer skrifar um atvikið á X: „Hvernig í veröldinni gat blaðamaður komið þessum hljóðnema þetta nálægt andliti Trump? Það er eitthvað rangt við þetta. Þeir ættu að herða öryggisaðgerðir. Þetta er neyðarlegt fyrir fjölmiðla.“

Sumir stuðningsmenn forsetans tóku undir þessar áhyggjur. Mögulega gætu blaðamenn reynt að taka forsetann af lífi með því að setja eitur á hljóðnema og reka svo framan í hann. Helst ætti að rannsaka atvikið sem árás, jafnvel morðtilraun.

Öðrum var skemmt

Aðrir sáu spauglegu hliðarnar. Einn grínisti birti mynd af Hillary Clinton með yfirvaraskegg og tvenn sólgleraugu haldandi á hljóðnema. „Nú skilur maður. Fyrsta myndin sem er birt af manneskjunni sem hélt á hljóðnemanum sem rakst framan í Trump forseta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum