En það misheppnast oft að búa til hinar fullkomnu frönsku kartöflur heima, þær verða oft mjúkar og hálf leiðinlegar eða þá detta þær í sundur og líkjast alls ekki því sem maður stefndi að.
En þarna kemur Coca-Cola til sögunnar eftir því sem miðillinn gurmeteka.cz segir en hann birti uppskrift að hinum fullkomnu frönsku kartöflum undir fyrirsögninni „Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“.
Ef kartöflurnar eru látnar liggja í Coca-Cola áður en þær eru djúpsteiktar, þá nást einhverskonar karamellunaráhrif sem tryggja ómótstæðilega stökka húð utan á kartöflunum en um leið eru þær mjúkar að innan.
Það þarf að nota réttu tegundina af kartöflum í þetta. Best er að nota mjölmiklar kartöflur því þær innihald mikið af sterkju en hún skiptir miklu fyrir áferðina.
Hráefni:
700 grömm kartöflur
1,5 lítrar af Coca-Cola
50 grömm af sterkju
500 ml af olíu
Aðferðin:
Skrælið kartöflurnar og skolið þær vel og skerið í jafnstórar lengjur.
Setjið kartöflulengjurnar í skál og fyllið hana með Coca-Cola. Látið kartöflurnar liggja í þessu í 10 mínútur.
Hellið Coca-Colanu af og þurrkið kartöflurnar með eldhúspappír.
Hitið olíuna og steikið kartöflurnar þar til þær verða gylltar og stökkar.
Látið leka af kartöflunum á eldhúspappír og berið síðan fram með uppáhaldssósunni ykkar.