Þetta var í níunda sinn sem áfrýjunardómstóll kemst að þessari niðurstöðu en tíu mál hafa verið höfðuð vegna þessa. Reiknað er með að enn einn áfrýjunardómstóll kveði upp dóm varðandi þetta síðar í mánuðinum.
The Independent segir að þegar sá dómur liggi fyrir sé reiknað með að málunum verði skotið til hæstaréttar sem muni taka þau öll fyrir í einu.
Áfrýjunardómstólarnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé stjórnarskrárbrot að neita samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband því stjórnarskráin tryggi landsmönnum jafnrétti. Segja dómstólarnir að núgildandi lög, sem skilgreina hjónaband sem gerning á milli karls og konu, sé mismunun á grundvelli kynhneigðar og engin rök styðji þau.