Sá furðulegi atburður átti sér stað í gær að sjálfur Bandaríkjaforseti, Donald Trump, tók að sér markaðsstarf fyrir einkafyrirtæki og það beint fyrir framan Hvíta húsið. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ekki átt sjö daganna sæla. Virði félagsins hefur hrunið í bandarísku kauphöllinni, bílaumboð og bifreiðar hafa orðið fyrir skemmdarverkum og víða um heim eru Teslur sniðgengnar í mótmælaskyni.
Þessar aðgerðir má að hluta rekja til afskipta eiganda Teslu, Elon Musk, af stjórnmálum. Hann vinnur nú náið með Bandaríkjaforseta og hefur eins reynt að beita sér fyrir því að fjarhægriflokkar víða um Evrópu komist til valda. Eins hefur Musk verið sakaður um að hafa heilsað áhorfendum að nasistasið kvöldið sem Trump tók við embætti. Fjárfestar eru uggandi og hafa margir misst traust til bílaframleiðandans.
Sjálfur steig Musk fram raundarmæddur í viðtali við Fox þar sem hann lýsti því tárvotur að þetta væru erfiðir tímar og álagið mikið. Líklega hefur Trump fundið til með vini sínum því í gær ákvað hann að gerast áhrifavaldur og auglýsa Teslu.
Hann byrjaði á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar birti hann færslu og sagði:
„Til repúblikana, íhaldsmanan og allra frábærra Bandaríkjamanna. Elon Musk er að „leggja allt undir“ til að hjálpa þjóð okkar og hann er að standa sig FRÁBÆRLEGA! En öfgafullu vinstrisinnuðu geðsjúklingarnir eru, eins og svo oft áður, í ólögmætu samráði að sniðganga Teslu, einn af heimsins bestu bílaframleiðendum og hugarfóstur Elons, bara til að skaða Elon og allt sem hann stendur fyrir. Þau reyndu að gera mér þetta í kjörklefunum í forsetakosningunum 2024, en hvernig gekk það hjá þeim? Allavega ætla ég að kaupa mér spunkunýja Teslu á morgun til að sýna traust mitt og stuðning við Elon Musk, þann frábæra Bandaríkjamann. Hvers vegna ætti honum að vera refsað fyrir að nota gífurlega hæfileika sína til að hjálpa við að GERA AMERÍKU FRÁBÆRA AFTUR?“
Trump gat þó ekki beðið til morguns. Síðar um daginn boðaði hann blaðamenn í Hvíta húsið en þar var búið að stilla upp öllum helstu bifreiðlum Teslu svo forsetinn gæti „skoðað“. Að sjálfsögðu mætti Elon Musk líka á svæðið ásamt syni sínum X sem fylgir honum gjarnan á opinbera viðburði. Eins og sannur sölumaður hafði Trump undirbúið sig vel en blaðaljósmyndari náði mynd af blöðum sem forsetinn hélt á þar sem finna mátti verðskrá yfir ólíkar gerðir Teslu-bifreiða sem og söluræðu.
Trump skrifaði í kjölfarið enn fleiri færslur á Truth Social um það hvað Musk og Tesla væru frábær. Margir netverjar áttu varla orð yfir þessu. Það hljóti að vera fordæmalaust að forseti eins valdamesta ríkis heims taki að sér bílasölu, og það beint frá Hvíta húsinu, og með söluræðuna tilbúna – en Trump hefur gert mikið úr því þegar andstæðingar hans mæta með tilbúnar ræður í rökræður og á viðburði.
„Forseti Bandaríkjanna er núna orðinn bílasali? Ótrúlegt,“ skrifar einn. Annar segir:
„Trump var rétt í þessu að breyta Hvíta húsinu í umboð fyrir Teslu – auglýsa 11 milljón króna bíla til að bjarga Musk á meðan pöpullinn í Bandaríkjunum horfir á lífeyrinn sinn hverfa. Fyndið hvernig hann vorkennir Elon fyrir að vera að tapa peningum en er á sama tíma skítsama um fólk sem er að þjást í brunarústum efnahags hans. Ó, já svo er þetta ólöglegt“
Enn annar svo: „Donald Trump að taka upp Teslu-auglýsingu fyrir Elon Musk- stærsta styrktaraðila sinn- fyrir framan Hvíta húsið er hámark spillingarinnar“
Donald Trump doing a Tesla infomercial for Elon Musk—his biggest political donor—in front of the White House is peak corruption. pic.twitter.com/EpQ43g9dEg
— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) March 11, 2025
Fólki fannst tímasetningin líka óheppileg: „Nýjustu fréttir: Á meðan verðbréfamarkaðurinn og efnahagurinn hrinja er Donald Trump að taka upp auglýsingar fyrir Elon Musk og Teslu. Þetta er galið“
BREAKING: As the stock market and economy collapse, Donald Trump is filming ads for Elon Musk and Tesla. This is insane. pic.twitter.com/zV1ETHxrpe
— Democratic Wins Media (@DemocraticWins) March 11, 2025
Bæði er fólki misboðið yfir því að Hvíta húsið sé notað til að hjálpa einkafyrirtæki að selja vöru sína sem og því að forsetinn sé að eyða tíma í þetta á sama tíma og Bandaríkin standa í tollastríði við helstu bandamenn og efnahagurinn á undir högg að sækja. Aðrir velta því fyrir sér hvort forsetinn sé yfirhöfuð með bílpróf. Sjálfur sagði Trump við blaðamenn að hann megi ekki keyra. Hann hafi ekki ekið bifreið sjálfur árum saman. Þess í stað ætlar hann að kaupa Teslu sem starfsfólk hans í Hvíta húsinu fær svo afnot af. Forsetar í Bandaríkjunum mega ekki aka sjálfir á almannafæri, jafnvel eftir að þeir láta af embætti. Þetta er í öryggisskyni. Hann hefur þó vissulega ekið bifreið. Árið 2014 birti eiginkona hans, Melania, myndband þar sem forsetinn ók Rolls-Roys bifreið sinni ásamt yngsta syni sínum, Barron, á meðan þeir hlustuðu á tónlistarkonuna Taylor Swift í útvarpinu.
holy shit — Trump was reading from a literal Tesla sales pitch, complete with pricing, during his White House event with Elon Musk. (Andrew Harnik/Getty) pic.twitter.com/hT7fNLRrY3
— Aaron Rupar (@atrupar) March 11, 2025
Trump doing an infomercial at the Whitehouse in a last ditch effort to save Tesla from collapsing.
Trump can’t operate a motor vehicle. Has to be told what a brake or accelerator is. Thinks he’s inside a computer. Has to be reassured it’s just like driving a golfing cart. pic.twitter.com/M6eLQV33If
— Anonymous (@YourAnonCentral) March 11, 2025
Trump just turned the White House into a Tesla dealership—hawking $80K cars to bail out Musk while everyday Americans watch their 401(k)s tank.
Funny how he feels sorry for Elon losing money but doesn’t give a damn about the people suffering under his wreck of an economy. Oh,… pic.twitter.com/wa9S7vIWr4
— Christopher Webb (@cwebbonline) March 12, 2025
Trump is STILL – RIGHT NOW – tweeting about Tesla. He’s spent more time protecting the richest man in the world’s profits than he has protecting healthcare, education, jobs, or veterans in the last 6 weeks as president.
— Brian Tyler Cohen (@briantylercohen) March 12, 2025
Trump is STILL – RIGHT NOW – tweeting about Tesla. He’s spent more time protecting the richest man in the world’s profits than he has protecting healthcare, education, jobs, or veterans in the last 6 weeks as president.
— Brian Tyler Cohen (@briantylercohen) March 12, 2025
Trump cuts a Tesla ad at the White House, and Elon thanks him with a $100 million donation.
Outright corruption. https://t.co/qatQYzTLD2
— Rep. Nydia Velazquez (@NydiaVelazquez) March 12, 2025