fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?

Pressan
Þriðjudaginn 11. mars 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn X varð fyrir stórri netárás  í gær sem fór fram í nokkrum atrennum og varð til þess að tugir þúsunda notenda áttu erfitt með að nota miðilinn um tíma. Margir hafa velt fyrir sér hver stóð að baki árásinni og hvers vegna. Eigandi X, auðkýfingurinn Elon Musk, gaf sjálfur til kynna að hann hefði rekið árásina til Úkraínu. Margir hafa þó bent á það að Úkraína býr að öflugum hakkarahóp sem  hefði aldrei gerst svo kærulaus að fela ekki slóð sína. Til að flækja málin hafa svo tveir þekktir hakkarahópar lýst yfir ábyrgð á árásinni. 

Musk reynir að kenna Úkraínu um

Fljótlega eftir að árásin hófst í gær birti Musk færslu á X þar sem hann sagði: „Það var gerð (og er enn í gangi) risaárás á X. Við verðum fyrir árásum daglega en þessi var umfangsmikil. Annaðhvort er um samstillt átak stórra hópa að ræða eða þá að heil þjóð kemur þarna við sögu. Erum að rekja árásina.“

Hann mætti svo í viðtal hjá fréttastofu Fox þar sem hann sagðist hafa rekið fjölda IP-talna sem voru notaðar í árásinni til Úkraínu. Margir furðuðu sig þó á þessu. Hakkarar á vegum Úkraínu séu nógu klókir til að fela IP-tölur og eins var um svokallaða álagsárás að ræða, eða DDoS-árás, en slíka árás væri auðvelt að stöðva ef allar IP-tölurnar koma frá sama landi. Venjan sé þó að IP-tölurnar komi frá fjölda landa.

Fljótlega bárust misvísandi fréttir. Annars vegar að hakkarahópurinn Anonymous hefði lýst yfir ábyrgð á árásinni og svo að hópur hakkara sem styður við Palestínu hefði eignað sér árásina. Þegar betur er að gáð er ekki um misvísandi fréttir að ræða. Hópurinn Dark Storm er ábyrgur en hann er ýmist talinn undirhópur Anonymous eða náinn samstarfsaðili.

Þeir eru ekki kóngar

Einn þekktasti hakkarahópur heims kallar sig Anonymous en um er að ræða alþjóðlegan hóp sem lýtur engri miðstýringu. Færsla birtist á X í gær þar sem Anonymous virðist lýsa yfir ábyrgð á netárásinni á X. Þar sagði:

„DreadNought-verkefnið. Við erum hér til að berjast gegn fasismanum sem hefur skotið niður rótum í Bandaríkjunum. Repúblikanaflokkurinn, MAGA, Trump og Musk eru ingjaldsfífl í valdavímu sem njóta þess að rífa aðra niður. Bandaríkjamenn fá að líða fyrir það. Heimurinn líður fyrir það. Þetta eru nokkrir verstu einstaklingar jarðarinnar sem eru staðráðnir í að tortíma heiminum og öllum sem í honum búa. Þá skortir siðferði, almennt velsæmi og alla samfélagskennd. Þeir eru ekki kóngar. Þeir tala ekki fyrir fólkið. Þeim verður steypt af stóli. Við erum nafnlaus. Við erum lýður. Við fyrirgefum ekki. Við gleymum ekki. Búist við okkur.“

Færslan birtist svo á nýrri vefsíðu sem kallast opdreadnought.com sem segist vera á vegum Anonymous.

Tengsl við Palestínu

Anonymous skiptist í þó í marga hópa, sem margir halda úti sínum eigin samfélagsmiðlum. Eins má finna gerviaðganga þar sem óprúttnir aðilar þykjast tilheyra hópnum til að svíkja út athygli eða peninga. Það er því gjarnan erfitt að átta sig á því hvort færslur séu raunverulega að koma frá hökkurunum eða ekki. Það er þó þekkt að síðan YourAnonNews á X sé á vegum hópsins. Sá hópur hefur undanfarinn sólarhring birt færslur og lýst yfir stuðningi við hópinn Dark Storm, sem er hakkarahópur sem berst fyrir hagsmunum Palestínu. Hópurinn var stofnaður árið 2023 og lofaði því í febrúar að ráðast í víðtækar netárásir á aðildarríki NATO, Ísrael sem og allar þjóðir sem styðja Ísrael í stríði þeirra við Palestínu.

Netöryggisteymið SpyoSecure staðfestir í færslu á X að árásin sé á vegum Dark Storm og að samtímis hafi hópurinn ráðist á vefsíðu Interpol og undanfarna viku ráðist á opinberar vefsíður í  Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Brasilíu, á Spáni og á gervigreindina ChatGPT.

Á vefsíðu Anonymous birtist fyrr í dag grein um Dark Storm. Þar segir að hópurinn hafi undanfarið ár beitt sér gegn aðildarríkjum NATO og Mið-Austurlöndum sem styðja við Írael. Eins hafi hópurinn borið ábyrgð á stórri árás gegn flugvellinum Charles De Gaulle í Frakklandi. Anonymous segir að líklega megi rekja árásina í gær til aðgerða bandarískra stjórnvalda þar sem palestínski aktívistinn Mahmoud Khalil var handtekinn fyrir að mótmæla Ísrael.  Dark Storm hafi eins selt tæki til netárása til ýmissa aðila, þar með talið hópa á vegum Rússlands. Anonymous tekur fram að Dark Storm sé fágaður hópur sem sé raunveruleg ógn fyrir stofnanir og fyrirtæki. Ekki kemur skýrt fram hvort Dark Storm sé á vegum Anonymous eða hvort hóparnir séu ótengdir.

Neita aðkomu Úkraínu

Pressan nýtti sér gervigreindina Grok sem er þeim kostum gædd að hafa aðgang að færslum á X og getur greint umræðuna þar. Grok segir að umræðan sýni óvissu um hver beri ábyrgð. Er það Anonymous eða Dark Storm? Eru hóparnir kannski að vinna saman? Hvers vegna sagði Musk að IP-tölurnar væru frá Úkraínu? Flestir séu þó efins um að Úkraína hefði ráðist í slíka aðgerð án þess að fela slóð sína. Eins hefði Musk átt auðvelt með að stöðva árásina ef svo væri, þá væri nóg að útiloka allar IP-tölur frá Úkraínu og þá væri árásin úr sögunni. Eins sé það eðli DDoS-árása að þær komi úr öllum áttum svo erfiðara sé að stöðva þær.

Líklegast þykir að Dark Storm hafi staðið fyrir árásinni, en hópurinn hefur sjálfur gengist við því og hafa þekktustu síður Anonymous tekið undir með honum. Blaðamaðurinn og frumkvöðullinn Ed Krassenstein hafði samband við leiðtoga Dark Storm í gær. Hann sagði að árásinni væri ætlað að sýna styrk Dark Storm. Engin pólitík sé í spilinu. Næst ætli hópurinn að ráðast gegn smáforritum fyrir bankaviðskipti, svokölluðum stafrænum veskjum.  Dark Storm þverneitaði að árásina mætti rekja til Úkraínu. Ef Musk haldi slíku fram sé undir honum komið að sanna það og þá muni Dark Storm sanna hið gagnstæða. Eins gaf Dark Storm til kynna að árásirnar gegn X gætu orðið fleiri og umfangsmeiri.

„Ég hef átt í samskiptum við leiðtoga hakkarahópsins Dark Storm sem hefur lýst yfir ábyrgð á DDoS árásinni á X í dag. Hann segist ekki hafa ákveðið hversu lengi þeir ætla að halda úti árásinni en hann sagði mér hvert næsta skotmark þeirra verður. Hann segir að ástæðan fyrir árásinni sé að sýna styrk þeirra, en ekki sé um pólitískar ástæður að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins