Isak þessi, sem var bæði með tyrkneskt og spænskt ríkisfang, er þekktastur fyrir að hafa stofnað Mango-fataverslunarkeðjuna en hann hrapaði til bana þegar hann var í fjallgöngu með 43 ára syni sínum, Jonathan Andic, skammt frá Barcelona þann 14. desember síðastliðinn.
Jonathan var yfirheyrður af lögreglu eftir slysið og var ákveðið að loka málinu í janúar. Síðar kom í ljós að framburður Jonathans um slysið kom ekki heim og saman við það sem „lögregla fann á vettvangi“ eins og það er orðað í umfjöllun El Pais. Því var ákveðið að opna rannsóknina á nýjan leik.
El País segir að þetta þýði ekki að Jonathan sé grunaður um að halda mikilvægum upplýsingum frá lögreglu eða að hann sé að hylma yfir hugsanlegan glæp. Lögregla þurfi að opna málið aftur til að rannsaka ákveðin atriði betur.
Isak var 71 árs þegar hann lést og voru eignir hans metnar á rúma 600 milljarða króna.