fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Pressan

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Pressan
Sunnudaginn 9. mars 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfari, sem nefnist Óðinn, var nýlega skotið á loft með eldflaug frá SpaceX. Förinni er heitið að loftsteininum 2022 OB5. Óðinn á að mynda loftsteininn í bak og fyrir og senda lítið vélmenni niður á hann sem mun bora eftir vatni og kortleggja hvað er af því á loftsteininum.

Sky News segir að talið sé að mikið sé af platínum og svipuðum málmum sé í loftsteininum. Þessi málmar eru mjög mikilvægir við framleiðslu raftækja, lækningatækja og nýrrar umhverfisvænnar tækni.

Óðinn mun rannsaka hvað er af málmi á loftsteininum og síðan er ætlunin að annað geimfar lendi á honum.

Það er einkafyrirtækið AstroForge sem stendur að verkefninu. Matt Gialich, einn stofnenda þess, sagði í samtali við Sky News að það kosti sem svari til 4,4 milljóna íslenskra króna að vinna hvert kíló af þessum málmum úr jörðu hér á jörðinni. „Vandinn er að á jörðinni höfum við tæmt allar góðar uppsprettur platínummálma. Allt, sem við erum að skoða núna er marga kílómetra undir yfirborðinu. Það er mjög erfitt að vinna þetta en við vitum að þetta er til úti í geimnum. Við vitum að þetta er aðgengilegt. Verkefni okkar er að fara upp í staðinn fyrir niður,“ sagði hann.

Það mun taka Óðinn 300 daga að ná loftsteininum sem verður þá í 1,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Óðinn mun taka nærmyndir af yfirborðinu til að staðfesta hvaða málma er þar að finna.

Ætlunin er að annað geimfar lendi á loftsteininum síðar á árinu og taki jarðvegssýni. Ef þau sýna að mikið sé af verðmætum málum á loftsteininum er vonast til að hægt verði að senda þriðja geimfarið að honum fljótlega til að sækja slíka málma.

Fyrirtækið hefur hannað hreinsitækni, sem krefst lítillar orku, sem getur að sögn skilað um einu tonni af hágæðamálmum á þremur mánuðum. Að þeim tíma loknum verður hægt að flytja málmana til jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að tveir menn voru hýddir fyrir að vera samkynhneigðir

Mikil reiði eftir að tveir menn voru hýddir fyrir að vera samkynhneigðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump setur afarkosti: „Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur“

Trump setur afarkosti: „Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Murray úthúðaði einum frægasta blaðamanni heims

Bill Murray úthúðaði einum frægasta blaðamanni heims