fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Þess vegna áttu alltaf að skoða eggin í eggjabakkanum vel

Pressan
Laugardaginn 8. mars 2025 18:30

Skoðaðu eggin vel áður en þú kaupir þau.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú stendur í búðinni og ert að fara að setja eggjabakka í innkaupakerruna, þá skaltu staldra aðeins við og opna hann og skoða eggin í honum til að sjá hvort einhver egg séu brotin. Það tekur enga stund að opna bakkanna og skoða eggin en þetta getur skipt miklu máli fyrir budduna og heilsuna.

Þetta snýst ekki bara um að fá sem mest fyrir peningana sína, heldur aðallega um heilsu fólks. Egg eru auðvitað dýraafurð og þótt fyllsta hreinlætis sé gætt, þá er hætta á að bakteríur, á borð við salmonellu, sé að finna í þeim.

Eggjaskurnin verndar innihaldið fyrir bakteríum en sprungur í skurninni geta valdið því að bakteríur komist inn í eggið. Þegar þú notar egg við eldamennsku, áttu á hættu að innbyrða hættulegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Salmonella getur valdið magakrampa, niðurgangi, hita og uppköstum og í alvarlegustu tilfellunum getur hún verið lífshættuleg fyrir börn, gamalt fólk og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi.

Það tekur bara nokkrar sekúndur að skoða hvort það séu brotin egg í bakkanum. Opnaðu hann og skoðaðu eggin. Snertu þau varlega og ef þú vilt gera þetta sérstaklega vel, getur þú notað vasaljósið í farsímanum þínum til að lýsa á þau. Þannig sérðu ef það eru litlar sprungur í þeim. Skoðaðu botninn á bakkanum vel, brotin egg leka stundum og þá sést það í botninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum