Þetta snýst ekki bara um að fá sem mest fyrir peningana sína, heldur aðallega um heilsu fólks. Egg eru auðvitað dýraafurð og þótt fyllsta hreinlætis sé gætt, þá er hætta á að bakteríur, á borð við salmonellu, sé að finna í þeim.
Eggjaskurnin verndar innihaldið fyrir bakteríum en sprungur í skurninni geta valdið því að bakteríur komist inn í eggið. Þegar þú notar egg við eldamennsku, áttu á hættu að innbyrða hættulegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Salmonella getur valdið magakrampa, niðurgangi, hita og uppköstum og í alvarlegustu tilfellunum getur hún verið lífshættuleg fyrir börn, gamalt fólk og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi.
Það tekur bara nokkrar sekúndur að skoða hvort það séu brotin egg í bakkanum. Opnaðu hann og skoðaðu eggin. Snertu þau varlega og ef þú vilt gera þetta sérstaklega vel, getur þú notað vasaljósið í farsímanum þínum til að lýsa á þau. Þannig sérðu ef það eru litlar sprungur í þeim. Skoðaðu botninn á bakkanum vel, brotin egg leka stundum og þá sést það í botninum.