fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 22:00

David Harrington (annar frá vinstri), Clayton McGeeney (annar frá hægri) og Ricky Johnson (lengst til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgátan um dauða þriggja vina sem fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins í Kansas í Bandaríkjunum í fyrra er leyst og hafa tveir menn verið ákærðir í tengslum við málið.

Mennirnir sem fundust látnir, David Harrington, Ricky Johnson og Clayton McGeeny, voru á aldrinum 36 til 38 ára og höfðu þeir komið saman á heimili fjórða vinarins, Jordan Willis, til að horfa á leik með Kansas City Chiefs í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta.

Sjá einnig: Þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins – Hvað gerðist?

Leikurinn sem um ræðir fór fram að kvöldi 7. janúar í fyrra og skiluðu mennirnir sér ekki heim eftir leikinn. Var það ekki fyrr en 9. janúar að áhyggjufull unnusta McGeeny hafði samband við lögreglu og bað hana að fara heim til Jordans að lík þeirra fundust. Voru þremenningarnir látnir úti í garði og virtust hafa frosið í hel.

Nú hefur lögregla gefið það út að mennirnir létust af völdum fíkniefna en í blóði þeirra fundust bæði kókaín og fentanýl.

Tveir menn hafa verið ákærðir í tengslum við málið og er annar þeirra fjórði vinurinn, Jordan Willis. Hann er talinn hafa látið vini sína fá fíkniefnin til inntöku. Þá hefur maður sem útvegaði Jordan fíkniefnin, Ivory Carson, einnig verið ákærður og eiga þeir báðir þunga fangelsisdóma yfir höfði sér.

Þegar þremenningarnir höfðu ekki skilað sér heim eftir heimsóknina til Willis settu þeir sig í samband við Jordan. Hann gat hins vegar engu svarað um hvað varð um vinina.

Tveimur dögum eftir leikinn knúði lögregla dyra á heimili hans og var hann sagður hafa komið til dyra með rauðvínsglas í hönd – grunlaus um að vinir hans væru látnir. Þremenningarnir fundust svo í garðinum bak við húsið stuttu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu