Smith þessi var ökumaður bifreiðar sem ók aftan á lítinn sendibíl sem í voru ellefu verkamenn. Sjö þeirra létust en bifreið þeirra var kyrrstæð við I-5 þjóðveginum skammt frá Albany í Oregon.
Smith var sakfelldur í febrúarmánuði en fangelsisrefsing var kveðin upp í gær.
Í frétt CNN kemur fram að Smith hafi verið sýknaður af ákæru um akstur undir áhrifum fíkniefna, en leyfar af metamfetamíni, fentanýli og morfíni fundust í blóði hans.
Smith sagðist hafa sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum og lýsti hann mikilli iðrun í réttarhöldunum. Þau sem létust í slysinu voru fimm karlar og tvær konur á aldrinum 30 til 58 ára.