fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Pressan

Ótrúleg upphæð – Ætla að byggja gervigreindargagnaver fyrir 28.000 milljarða

Pressan
Miðvikudaginn 5. mars 2025 07:00

Gagnaver kosta greinilega skildinginn Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meta, sem á Facebook og Instagram, er sagt ætla að byggja gervigreindar-gagnaver fyrir sem svarar til 28.000 milljarða íslenskra króna.

Mikið hefur verið rætt um hvort kínverska gervigreindin Deepseek myndi verða til þess að stóru vestrænu tæknifyrirtækin haldi að sér höndum og eyði ekki miklu fjármagni í gervigreind. En það virðist ekki vera raunin hjá Meta sem er sagt ætla að eyða háum fjárhæðum í gagnaver fyrir gervigreind.

The Information skýrir frá þessu og hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem segja að Meta eigi nú í viðræðum ýmsa aðila um þetta sem og ríkin Louisiana, Wyoming og Texas en þar er sagt að til greina komi að reisa gagnaverið.

Talsmaður Meta vísaði þessu á bug og sagði að um „hreinar getgátur“ sé að ræða og vísaði til þess að Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hafi áður sagt að Meta hyggist eyða sem svarar til um 9.100 milljörðum íslenskra króna á þessu ári í innviði fyrir gervigreind.

Reiknað er með að Microsoft og Amazon muni eyða miklu í gervigreind, þrátt fyrir tilkomu Deepseek. Hefur verið rætt um sem svarar til um 10.000 milljarða íslenskra króna hjá hvoru fyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki