Myndbandið, sem var gert með aðstoð gervigreindar, sýnir Trump láta vel að fótum Musk á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu.
New York Post segir að lögreglunni hafi tekist að rekja slóð myndbandsins og finna þann sem gerði það.
Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá nafni viðkomandi eða hvernig honum tókst að brjótast inn í tölvukerfi hinnar opinberu stofnunar til að sýna myndbandið á sjónvarpsskjá í mötuneyti þess.
Hins vegar segir lögreglan að þetta muni hafa afleiðingar fyrir viðkomandi því málið muni fara í gegnum réttarvörslukerfið.